Þriðjudagur, 24. mars 2020
Úps, Gulli, Trump opnar en Ísland lokað í Schengen
Trump gæti opnað Bandaríkin á meðan Evrópa er lokuð. Þökk sé Gulla utanríkis er Ísland lokað inn í ESB-bixinu sem kennt er við Schengen.
Gulli kveikti nýverið á því að Ísland væri eyja og ætti að halda samgöngum opnum til austurs og vesturs.
En lærdómurinn fór fyrir lítið. Ísland er enn bundið á klafa Schengen. Það verður skrítið upplitið á Gulla þegar ferðaþjónustan spyr hvers vegna bandarískir ferðamenn fái ekki að koma til landsins.
Opna verði landið mjög fljótlega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hér er bjáni um bjána frá bjána til bjána.
En úps, það var verið að tala um Trump.
Páll minn, þú hlýtur að fá borgað fyrir annað en svona bull.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 24.3.2020 kl. 16:58
Sæll Páll,
Trump sagði fyrir tæpum mánuði að Covid-19 yrði horfin eftir tvær vikur og að Bandaríkjamenn gætu ekki smitast.
Ætlarðu að segja einhverjum að þú trúir því sem Trump bullar?
Kveðja.
Arnór Baldvinsson, 24.3.2020 kl. 20:28
Arnór. Ég leitaði að þessum meintu ummælum Trump, en fann ekki. Ekki einu sinni í kratapressunni. Áttu tengla á hvar hann sagði að þetta væri búið eftir tvær vikur og að ameríkanar gætu ekki smitast. Þætti vænt um ef þú póstar þeim hér inn. Með fyrirfram þökk.
Jón Steinar Ragnarsson, 24.3.2020 kl. 23:17
Fann þessi ummæli. We'll give this two week and then we will reevaluate. Semsagt Við gefum þessu tvær vikur og endurmetum þá stöðuna. Að ameríkannar gætu ekki smitast, er hvergi að finna.
Jón Steinar Ragnarsson, 24.3.2020 kl. 23:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.