Föstudagur, 20. mars 2020
Ríkisstjórnin gefst upp - kosningar strax eftir farsótt
Með ákvörðun sinni að loka Íslandi í samkvæmt skipun frá Evrópusambandinu gefst ríkisstjórn lýðveldisins upp á að stjórna landinu.
Ríkisstjórnin hefur ekki umboð til að framselja fullveldi þjóðarinnar til útlendinga.
Krafan er; kosningar strax eftir farsótt.
Ísland tekur þátt í ferðabanni ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Æ Palli minn, stundum ertu óttarlegur bjáni.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 20.3.2020 kl. 15:07
Mætti líka spyrja hvort grímurnar og slopparnir hafi verið greiddir með ferðabanninu?
Ragnhildur Kolka, 20.3.2020 kl. 15:24
Baldur Hermannsson
Þetta er að sjálfsögðu hyggileg ráðstöfun og væri ekkert nema gott um hana að segja ef ekki væri fyrir fádæma heimskulegt frumhlaup Guðlaugs Þórs utanríkisráðherra, sem reif sig ofan í kok, aflýsti heræfingum, gargaði yfir heimsbyggðina og grýtti leikföngum sínum í allar áttir þegar Donald Trump gerði slíkt hið sama.
Benedikt Halldórsson, 20.3.2020 kl. 15:48
Rétt, Páll, þetta er augljós kúvending á sjónarmiðum ráðherranna, sem lögðu áherslu á frelsið og rétt Íslands til eigin ákvarðana. Afhendum réttinn til ESB og förum síðan bónleið: "höfum því beðið um að sérstakt tillit verði tekið til okkar þegar við sjáum fyrir að við viljum fara aflétta þessari lokun,“
Ívar Pálsson, 20.3.2020 kl. 16:01
Fyrst er mótmælt að hænsna sið, en síðan er lagst eins og kúadella í svörðinn og allt kokgleypt eins og hjá haugsugu. Utspýttur, einskisverður skíturinn, sem enginn hlustaði á, soginn til baka inn um rassgatið og lagst í duftið, eins og aumingi. Flott pólitík eða hitt þó heldur!
Halda forráðamenn þjóðarinnar, að þrátt fyrir aðsteðjandi vá, sé þjóðin algeld allri skynsemi og hugsun og fylgist ekki með?
Snillingar eða fávitar?
Kemur í ljós í næstu kosningum.
Andskotinn að horfa upp á þetta helvítis rugl!
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 21.3.2020 kl. 00:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.