Föstudagur, 20. mars 2020
Snjallt útspil ríkisstjórnarinnar
Ríkisstjórnin léttir undir með atvinnurekstri og veitir heimilum hjálparhönd með því að bæta upp laun þeirra sem fara í hlutastarf.
Atvinnurekendur halda starfsfólki lengur og verða tilbúnir í hagvöxtinn eftir farsóttina. Tekjufallið verður minna hjá heimilum launafólks og einkaneysla dregst ekki jafn mikið saman og ella.
Við eigum öll að taka hatt okkar ofan fyrir ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Vel gert.
Full laun upp að 400 þúsund krónum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Tek heilshugar undir þetta. Vonandi standa þau við þetta. Loforð í pólitík hefur hinsvegar ekki verið áráðanlegasti víxillinn í sannleiksbransanum fram að þessu.
Gangi þetta eftir, hafi þau lof. Ef ekki, Guð hjálpi þeim.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 21.3.2020 kl. 00:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.