Þriðjudagur, 17. mars 2020
Nei, sko, Gulli nær landafræðiprófi úr leikskóla
Já, Ísland er eyja, og hefur verið frá örófi alda. Moldvörpur ESB í utanríkisráðuneytinu sannfærðu aftur Gulla utanríkis að Ísland væri skagi á meginlandi Evrópu og því yrði að samþykkja hér orkupakka ESB og halda landinu í Schengen.
En svo löðrungaði Brussel Gulla utanríkis með því að loka á samgöngur til og frá landinu. Og Gulli kveikti á perunni: Ísland er eyja og ætti ekki að vera landamæraútstöð ESB.
Ef Gulli hefði manndóm í sér að fylgja eftir nýfengnum skilningi á landafræði og taka Ísland úr Schengen-samstarfinu fengi hann stórt prik.
Við erum eyja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Blessaður Páll.
Ef dvergur væri risi, þá fengi hann samning í NBA, það er ef hann kynni körfubolta. En þá væri hann ekki dvergur.
Það er þetta ef-dæmi, stundum er það eitthvað sem er útlokað eins og að fíll gæti flogið ef hann hefði eyru eins og Dumbó.
Það er eins með manndóminn hjá utanríkisráðherra vorum.
Ef það er forsendan, þá fellur eiginlega hitt um sjálft sig.
En kunnátta í landafræði er alltaf af hinu góða, og það mætti alveg hugsa að á morgun munu Guðlaugur segja, svo eftir verði tekið, að heimurinn sé stærri en ESB.
Að hann sé jafnvel hnöttóttur.
En kannski er til of mikils ætlast að hann fatti það síðasttalda.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 17.3.2020 kl. 17:31
Ert þú Palli ekki að móðga leikskólabörn..?
Þau vissu betur en "lágtvirtur" utanríkisráðherra.
Hann hélt að Viðey væri eyja í Atlantshafi og Ísland skagi
af Evrópu..
Sigurður Kristján Hjaltested, 17.3.2020 kl. 19:58
Eðlilegt að við (eylandið) ákveðum hvort skellt er í lás eða ekki. Aðrar þjóðir eiga ekki að taka slíkar ákvarðanir fyrir okkur. Það er hinsvegar lítið sem við getum gert við því að aðrir loki eigin landamærum. Ef meginlandið lokar, þá förum við hvort sem er ekki fet.
Jón Steinar Ragnarsson, 17.3.2020 kl. 20:24
Heima er best. Punktur. Guð blessi heimilið.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 17.3.2020 kl. 23:42
Guðlaugur fær engin prik úr þessu, sama hvað hann gerir.
Halldór Egill Guðnason, 17.3.2020 kl. 23:46
"Skyldi Guðlaugur koma til manns hugsar margur og dreymir"!!!!
Helga Kristjánsdóttir, 18.3.2020 kl. 01:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.