Veiran, óvissan og þolinmæðin

Yfirvöld vita ekki hvenær C-19 farsóttin gengur yfir. Enginn veit það. Umræðan um að mynda hjarðónæmi er fræðileg fremur en að hún þjóni hagnýtum tilgangi.

Ef veiran lognast ekki útaf í vor, líkt og flensufaraldur, verður að taka nýjar ákvarðanir, sem bíða síns tíma. Ef bóluefni við veirunni kemur næsta haust verður strax bjartara yfir.

Þjóðin heldur þolinmæði sinni og sættist á óvissuna á meðan yfirvöld sýna trúnað og segja hlutina eins og þeir eru. Sem yfirvöld virðast hafa gert hingað til.


mbl.is Misskilningur í gangi um hjarðónæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hjarðónæmi - ekki hjarðofnæmi. Ónæmið í þeim skilningi fæst með fjöldabólusetningum - ekki fjöldasýkingum.

Kolbrún Hilmars, 16.3.2020 kl. 15:20

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Takk, Kolbrún, neyðarleg villa hjá mér. Ég leiðrétti.

Páll Vilhjálmsson, 16.3.2020 kl. 15:34

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Síðast þegar menn ætluðu að mynda hjarðónæmi með því að dreifa út drepsótt, þá var ábyrgðarmaðurinn tekinn og hengdur.

Ramla þann 1. júní 1962.

Ég skil ekki hvernig menn halda að fólk verði kátara í dag.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.3.2020 kl. 16:46

4 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Það er gott að hlusta á Víði, Þórólfu og Ölmu. Svona var fólk hér áður fyrr. 

Benedikt Halldórsson, 16.3.2020 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband