Hávaðinn milli lífs og dauða

Við munum öll deyja. Enginn veit hvenær. Án dauða væri ekkert líf. Á milli þess sem við fæðumst og deyjum er hávaði sem lemur hlustirnar með hverjum andardrætti.

Hávaðinn ærir suma á meðan aðrir heyra takt og hljómfall. Oft eru það rithöfundar og heimspekingar sem kunna helst að lesa merkingu hávaðans milli lífs og dauða.

Einn þeirra er Markús Árelíus sem stóð í miðju argaþrasinu, var keisari Rómarveldis.

Lífið er skoðun, sagði sá rómverski.

Nokkuð snjallt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Einar Hansen

Rómverjar voru stórir, og les maður skrif Caesar verður maður margs vísari.

Caesar, eins og flestir rómverjar, var vís. Við getum lært mikið af þeim.

Örn Einar Hansen, 14.3.2020 kl. 09:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband