Föstudagur, 28. febrúar 2020
Liverpool ekki meistari í vor...WTF
Úrvalsdeildarleikjum í ensku verður aflýst vegna kórónuveirunnar, segir Telegraph, og mögulega engir meistarar krýndir í vor.
Skítt með peninga, þrítugur draumur YNWA-fólksins gæti breyst í martröð.
Menn verða andvaka af minna tilefni.
Mesta hrun á hlutabréfamarkaði í tólf ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vonbrigði,þegar loksins grillir í Bikarinn eftirsótta,en líklega tekur tjallinn upp endasprettinn sem nú er frá horfið, þótt það virki hjá áhorfanda eins og ný keppni með forgjöf,vegna margra stiga munar á næsta lið,ótrúlegt að þeir missi það niður. - - -Það verður þá komið sumar þegar söngurinn; And you,ll never Walk alone- (það eina sem ég öfunda þá af) hljómar í Bítlaborginni og um allar trissur.
Helga Kristjánsdóttir, 29.2.2020 kl. 06:39
Verður kannski engin söngvakeppni?
Markaðurinn bregst við kórónaveirunni sem er raunveruleg, öfugt við "hamfarahlýnunin" sem byggir á samfeldum áróðri og útskúfun vísindamanna sem ekki eru sammála.
Í leiðinni átti að koma á miðstýrðu alþjóðasamfélagi en mesta fylgið við "hamfarir af mannavöldum" er meðal krata og sósíalista og allskonar gróðapunga sem hanna og framleiða "draugabanabúnað" sem engin þörf er fyrir. Markaðurinn mun leiðrétta það.
Kannski erum við "hönnuð" til að takast á við samfellda ógn? Og í góðæri verða því til skrímsli, draugar og hamfarahlýnun?
En nú þegar þarf að leysa raunverulegan vanda sem ekki er ímyndaður mun það að sjálfsögðu takast.
Það kæmi mér ekki á óvart ef Ísrael bjargi okkur úr klípunni. Nú er keppast vísindamenn um allan heim að verða fyrstir með bóluefni gegn kórónaveirunni.
Ég veðja á Ísrael.
Benedikt Halldórsson, 29.2.2020 kl. 06:58
Israelar eru sérlega vel að sér í allri tækni,já bara öllu.
Helga Kristjánsdóttir, 29.2.2020 kl. 20:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.