Veiran og meðalhófið

Á heimsvísu hefur kórónaveiran sýkt 85 þúsund manns og staðfest dauðsföll eru 3000. Af þeim sem sýkjast hafa tæp 40 þúsund náð bata 

Johns Hopkins háskólinn í Bandaríkjunum heldur skrá yfir tilfellin og uppfærir í rauntíma. Upplýsingarnar eru ekki nákvæmar en þær skástu sem bjóðast. Á þeim verður að byggja en ekki ýkjum og gróusögum.

Íslendingar geta ekki lokað landinu við núverandi aðstæður. Það yrði of róttæk aðgerð sem myndi stöðva samfélagið og valda ósætti ef ekki óeirðum. Við þurfum að taka mið af aðgerðum annarra þjóða og gera ráðstafanir sem hvorki eru of né van.

Veiran er dauðans alvara. Ofsahræðsla og öfgaviðbrögð gera illt verra.

 


mbl.is Ótvíræðar heimildir til að loka landinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Páll.

Þessi öfgaviðbrögð sem þú lýsir svo, er skýring þess að nú þegar eru tugþúsundir ekki fallnir og veiran orðin af heimsfaraldri.

Þú mátt samt eiga að þú falsar ekki dánarhlutfallið með því að vitna í fjölda sýktra versus látinna, samkvæmt þessum upplýsingum John Hopkins er það í dag 7,4%, og virðist fara aftur hækkandi með útbreiðslu veirunnar á nýjum svæðum, munar þar mest um uppgefnar tölur á Ítalíu, Suður Kóreu og Íran.

Meinið er að írönsk stjórnvöld ljúga, það er nokkuð ljóst, og sterk rök hafa verið færð fyrir því að kínversk stjórnvöld gefi ekki upp réttar dánartölur.

Um það má annars lesa í þessum miðli, sem er miðill fólks af kínverskum ættum  sem vill veita kommúnistastjórninni í Peking aðhald með því að halda staðreyndum til haga.

https://www.theepochtimes.com/coronavirus-outbreak-5-to-10-times-worse-than-china-admits-study_3248190.html

Ef rétt er, bæði með Íran og Kína þá er dánarhlutfallið um og yfir 10%.

Ein af ástæðum þess að það er þó ekki verra, er að ennþá ráða heilbrigðiskerfi við að veita rétta meðferð við lungnasýkingunni.  En í heimsfaraldri er það ekki hægt, þó ekki væri annað en að súrefni myndi fljótt verða ófáanlegt.

Þetta er rétt hjá þér Páll að þetta er dauðans alvar.

Og hún eykst ef til er fólk sem í þjónkun við yfirvöld gerir lítið úr henni.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.2.2020 kl. 11:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband