Mánudagur, 24. febrúar 2020
Samkennd gegn sósíalísku rusli
Eflingarsósíalismi eykur rusl og óreiðu. Almennir borgarar tína upp sósíalíska ruslið á götum og torgum og skipuleggur sorphreinsun í íbúðarhverfum.
Sósíalískt tilræði við lífskjör almennings rennur út í sandinn enda nægt félagslegt auðmagn til að ganga að vísu þegar herská og ósvífin verkalýðselíta herjar á samfélagið.
Nú þarf að láta kné fylgja kviði og bjóða Eflingarsósíalistum lífskjarasamninga og ekki krónu umfram.
Ruslið flæðir upp úr tunnunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mikið af ruslinu eru plastglös af búllunum í kring. Af hverju er þeim ekki gert að hreinsa ruslið að viðlagðri lokun?
Halldór Jónsson, 24.2.2020 kl. 20:22
Þrátt fyrir eilífan barlóm er Ísland er gott land og margt er til fyrirmyndar. Það verður að viðurkennast. Við erum með ákveðið tryggingakerfi sem ekki kemur fram í skattaskýrslum og er kannski tugi milljóna virði í raun. Laun segja varla hálfa söguna. En öfgafólkið sem þykist berjast fyrir verkalýðinn metur fólk aðeins eftir launatekjum. Verðmatið er allt í krónum . Til að vera metinn að verðleikum verða allir að fá sömu laun og allir aðrir. Drífa Snædal vill að verðmætamat fólks verði gert opinbert (skattskýrslur) svo að allir geti vorkennt niðurlægða fólkinu á lægstu laununum og hatað alla fyrir ofan meðallag.
Öll störf eru mikilvægust en það er þarf að meta menntun og erfiði. Hver fengist á frystitogara án kaupauka? Hver fengist til að læra læknisfræði ef menntunin væri ekki metinn í launum. Það er ekki vanvirða að vera á lágum launum, síður en svo. Ég þekki engan sem fyrirlítur fólk á lágum launum eða gerir lítið úr því - fyrir utan Eflingarklíkuna og kó.
Benedikt Halldórsson, 24.2.2020 kl. 20:29
Hvergi í heiminum er fólk jafn upptekið af launum annarra og hér heima. Það er sífellt verið að bera sig saman við aðra og hér á lifstill að ráða launum ekki om vendt. Þegar Solveig Anna segir að maður verði að geta lifað af laununum þá verður eiginlega að spyrja á móti -miðað við hvaða lífstíl?
Ragnhildur Kolka, 24.2.2020 kl. 22:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.