Litlu mafíurnar og heimatilbúnar hamfarir

Verkalýðsfélög á Íslandi eru litlar mafíur sem reglulega taka í gíslingu velferð og heilsufar þjóðarinnar. Mafíurnar standa fyrir viðvarandi Sturlungaöld á vinnumarkaði þar sem hégómi og fordild fárra bitnar á almenningi.

Ósvífni mafíósanna vex í réttu hlutfalli við stöðu þeirra til að valda sem mestum skaða.

Fyrirhugað verkfall sjúkraliða er grafalvarlegt mál sem kemur niður á viðkvæmu heilbrigðiskerfi sem þolir litlar breytingar.

Tilvitnunin er höfð eftir einum foringjanum sem kalt og yfirvegað ætlar að tefla heilsufari samborgara sinna í tvísýnu.

Á bakvið foringjana standa fámennir öfgahópar. Forysta Eflingar náði kjöri í kosningum þar sem 8 prósent, já átta prósent, félagsmanna tók þátt.

Löngu tímabært er að almannavaldið, alþingi, grípi í taumana og tryggi samfélagsfriðinn. Með lögum mætti setja skorður við mafíustarfseminni. Til dæmis að allir heilbrigðisstarfsmenn, sem vinna fyrir ríkið, skuli vera í einu stéttafélagi. Til dæmis að bannað verði að einstök verkalýðsfélög einoki heilar starfsgreinar og afnema þá skyldu launþega að greiða félagsgjöld til mafíunnar.

Súrefnið sem litlu mafíurnar þrífast á er umburðalyndi. Það er þrotið.

 


mbl.is Grafalvarleg staða uppi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband