Íslandi býðst fríverslun í stað EES

Aðalsamningamaður Evrópusambandsins við Bretland, Michel Barnier, segir fríverslunarsamning við Bretland ekki koma til greina þar sem Bretar séu of stór samkeppnisþjóð ESB og of nálægt meginlandinu.

Bretar höfðu farið fram á fríverslunarsamning við ESB á sömu forsendum og Kanada.

Ísland, sem er í viðjum EES-samningsins, á hér tækifæri. Ísland er ekki samkeppnisþjóð ESB og liggur nokkru fjarri evrópska meginlandinu. Þar með uppfyllir Ísland skilyrði fyrir fríverslunarsamning við ESB.

Gulli utanríkis hlýtur að senda sína menn til Brussel að leggja drög að fríverslun við ESB og koma okkur af klafa EES-samningsins.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Gulli gæti verið að pæla núna; hvort morgunstund gefi gull í mund? 

Helga Kristjánsdóttir, 21.2.2020 kl. 09:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband