Ísland flytur inn evrópsk vandamál - vottorð fyrst, svo sæstrengur

Á pappírunum er Ísland orkusóði. Við framleiðum - á pappírunum - orku úr kjarnorku og kolum. Allir heilvita vita að svo er ekki. En ESB-pappírar segja annað; Ísland er orkusóði.

Raforkufyrirtæki á Íslandi græða á þessum pappírum. Þeir selja vottorð, sem eru enn aðrir pappírar, til fyrirtækja í Evrópu um að íslensk raforka komi við sögu í starfseminni. En það fer engin íslensk raforka til Evrópu, bara pappírar.

Samorka græðir á þessum siðlausu viðskiptum. Réttlætingin er þessi: ,,Kerfið var sett á lagg­irn­ar til þess að stuðla að auknu vægi end­ur­nýj­an­legr­ar orku í Evr­ópu."

Sjá menn ekki skriftina á veggnum? Við seljum vottorð til Evrópu um að fyrirtæki í álfunni noti íslenskt rafmagn.

Fyrr heldur en seinna verður sagt í Brussel: þið Íslendingar, sem seljið evrópsk vottorð um íslenska orku á meginlandi Evrópu verðið að gjöra svo vel að tengja veruleikann við vottorðin - MEÐ SÆSTRENG.

Í boði þingmanna Sjálfstæðisflokksins var 3. orkupakki ESB illu heilli samþykktur á alþingi á síðasta ári. Það þýðir að laga- og regluverkið fyrir sæstreng er komið í íslensk lög.

Sjaldan hafa jafn fáir gert þjóðinni jafn mikinn skaða. 

 


mbl.is „Eru ekki að kaupa sér syndaaflausn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Kristinsson

Blekkja Svíkja Stela.

Óskar Kristinsson, 21.2.2020 kl. 15:56

2 Smámynd: Óskar Kristinsson

Eg á við Íslenska ráðamenn, allsstaðar blekkingavefurinn

Óskar Kristinsson, 21.2.2020 kl. 18:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband