Föstudagur, 7. febrúar 2020
Menntaðir og hræddir vinstrimenn
Þeir sem hafa meiri menntun finna líka frekar fyrir miklum umhverfiskvíða en þeir sem hafa minni menntun.
Loks eru þeir sem kysu Pírata, Vinstri græn eða Samfylkinguna ef kosið væri til Alþingis í dag líklegri til að finna fyrir miklum umhverfiskvíða en þeir sem kysu aðra flokka. Þeir sem kysu Miðflokkinn eða Framsóknarflokkinn eru hins vegar ólíklegastir til að finna fyrir miklum umhverfiskvíða.
Ofanritað er úr meðfylgjandi frétt.
Trúgjarnir og hræddir vinstrimenn halda að heimurinn sé að farast þegar heilbrigð skynsemi og reynsla segir okkur að náttúruöflin stjórna veðurfari en ekki maðurinn. Fólk menntar sig til að verða kjánar.
Fimmtungur finnur fyrir umhverfiskvíða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vinstrimenn eru hallir undir heimsendaspár. Skiptir engu hvort það er hlýnun loftslags, kólnun eða súrt regn. Þeir trúa því líka að hægt sé að lifa í friðsælum heimi.Hljómar vel en er bara draumsýn. Þeir útrýmdu orðinu -eðli- mannsins því þeim líkaði ekki að maðurinn stýrðist af eðlishvötum. Þeim hugnast víst betur að vera hjarðdýr, svona bara tilfallandi.
Ragnhildur Kolka, 7.2.2020 kl. 18:19
"Fólk menntar sig til að verða kjánar"
Þessu er ég 100% sammála.
Örn Einar Hansen, 7.2.2020 kl. 19:21
Niðurstaðan hlýtur að vera sú að best sé að vita sem allra minnst. Og helst ekki neitt. Best að vera bara idjót!
Þorsteinn Siglaugsson, 7.2.2020 kl. 19:52
"Náttúruöflin stjórna veðurfari en ekki maðurinn".
Maðurinn stjórnar ekki veðurfarinu, en hann hefur áhrif á það. Á því er mikill munur.
Hörður Þormar, 7.2.2020 kl. 21:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.