Fimmtudagur, 23. janúar 2020
Blaðamaður með æru
Hljóðritað samtal milli Reynis Traustasonar og blaðmanns DV geymir þessa gullmola:
Björgólfur Guðmundsson á prentsmiðjuna. Og ég svo sem er ekkert nojaður yfir því. Ég bara berst við þann djöful og hann mun, þú veist ... við munum taka hann niður og þá verður allt miklu heilbrigðara en það var.
og
Þú verður að athuga að það eru svo margir áhrifavaldar á líf okkar. Björgólfur Guðmundsson með annars vegar veð í bréfunum og hins vegar prentun á blaðinu. Á meðan hann er með ... eitthvert lífsmark er með honum mun hann reyna að drepa okkur. En við höfum svo sem pönkast á honum út í það óendanlega.
Tilefni samtalsins var að Reynir, þáverandi ritstjóri DV, drap frétt blaðamannsins vegna hótana um að blaðinu yrði lokað.
Tólf ár eru frá samtalinu. En það er sígilt dæmi um hvernig sómakær blaðamaður á EKKI að tala. Blaðamennska er ekki ,,taka menn niður" og heldur ekki ,,pönkast" á fólki ,,út í það óendanlega".
Þegar Reynir sakar aðra um ærumeiðingar er skörin komin upp í bekkinn.
Nokkuð persónulegt hjá Reyni og Vilhjálmi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.