Sunnudagur, 19. janúar 2020
Vistmorð, maður og náttúra
Vistmorð kemur fyrir í meðfylgjandi frétt í þessu samhengi:
þrotlausrar baráttu hennar gegn vistmorði (e. ecocide) í heiminum, en Cabanes hefur barist ötullega fyrir því að Alþjóðaglæpadómstóllinn (International Criminal Court, ICC) viðurkenni vistmorð sem raunverulegt og refsivert afbrot.
Maðurinn, sem tegund, getur unnið óbætanlegt tjón á náttúrunni og það er glæpsamlegt, eru skilaboðin.
Áhugavert sjónarhorn.
Maðurinn er hluti af náttúrunni. Hann stritast við að skilja hana samtímis sem hann nýtir sér hana til að bæta lífskjör sín. Sumir telja manninn hafa gengið alltof langt í að afla sér gæða frá náttúrunni.
Gefum okkur, umræðunnar vegna, að það sé rétt og maðurinn sannfærist um að nú sé nóg komið hætti skipulega að nýta sér náttúrugæði. (Látum liggja á milli hluta hvort það sé hægt).
Tvennt myndi gerast jafn örugglega og nótt fylgir degi. Í fyrsta lagi yrði maðurinn að koma sér upp alheimsríki til að skipuleggja líf sitt á jörðinni.
Í öðru lagi, og það skiptir meira máli, þá myndi jörðin, náttúran, halda áfram að breytast, jafnvel þótt maðurinn kæmi hvergi nærri. Eldgos og aðrir náttúruferlar hafa reglulega umbreytt jörðinni frá því hún varð til fyrir eitthvað 4,5 milljörðum ára. Maðurinn sem tegund er ekki nema um 200 þúsund ára.
Hugmyndin um vistmorð felur í sér að maðurinn geti sótt náttúruna til saka fyrir vistmorð. Sem er ónáttúrulegt.
Þau sem andrúmsloftið erfa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Samkvæmt skilgreiningunni getur vistmorð falist í tvennu:
Annars vegar mannlegum athöfnum sem valda skaða.
Hins vegar því að bregðast ekki við skaða af náttúrulegum orsökum.
Að hugtakið feli í sér að sækja megi náttúruna til saka? Það er hugarburður.
Þorsteinn Siglaugsson, 19.1.2020 kl. 14:47
Frjálshyggjan segir að frelsi eins nái bara til þess að það rekist ekki á frelsi þess næsta. Einfalt og ekkert kjaftæði
Halldór Jónsson, 19.1.2020 kl. 17:15
Ertu viss um að þú hafir sett athugasemdina við réttan pistil Halldór? Eða er þarna dýpri hugsun á ferðinni en ég er að átta mig á?
Þorsteinn Siglaugsson, 19.1.2020 kl. 20:45
Halldór Jónsson er með klárustu mönnum á blogginu.
Benedikt Halldórsson, 20.1.2020 kl. 06:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.