Trump og þolmörk lýðræðisins

Andstæðingar Trump á Bandaríkjaþingi reyna meira á þolmörk lýðræðisins en forsetinn sjálfur. Eftir að Trump náði kjöri 2016 var rannsakað hvort Pútín Rússlandsforseti hefði ráðið úrslitum og tryggt sigur Trump á Hillary Clinton.

Ekkert kom út úr Pútín-rannsókninni. Atlagan sem nú stendur yfir snýst um hvort Trump hafi með ólögmætum hætti krafist rannsóknar úkraínskra yfirvalda á fjármálavafstri Hunter Biden, sonar Joe Biden sem keppir um forsetaútnefningu Demókrataflokksins.

Lýðræði hvílir á þeirri meginreglu að vilji kjósenda sé virtur. Ef þeirri meginreglu er fórnað verður lítið eftir af lýðræðinu.  


mbl.is „Hættuleg árás á rétt bandarísku þjóðarinnar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband