Verður NATO að NATOME? Ísland í stríð við Íran?

Trump Bandaríkjaforseta datt í hug að breyta Norður-Atlantshafsbandalaginu, NATO, í bandalag er næði til Miðjarðarhafs og yrði kallað NATOME. Slíka hrifningu vakti hugdettan að utanríkisráðuneytið í Washington lét óðara þau boð út ganga að hér væru komin drög að stefnubreytingu, segir í National Interest, en útgáfan helgar sig umræðu um bandarísk utanríkismál.

Svarnir andstæðingar Trump, frjálslyndir og vinstrimenn, eru vísir að stökkva á hugmyndina. Meðal þeirra er ósvikinn áhugi á herskárri stefnu, samanber Úkraínu, Líbýu og Sýrland, og vilji til að breyta heiminum með hernaðarmætti.

Ísland er í NATO og gæti orðið aðili að NATOME með stuttum fyrirvara. Fyrsta verkefni útvíkkaðs hernaðarbandalags er mögulega Íran. Íslendingar eiga þó ekkert sökótt við Persa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Meðal þess, sem Muhammad Ali sagði, þegar hann neitaði að "fara, svartur maður, yfir þveran hnöttinn til að drepa gulan mann fyrir hvítan mann, sem rændi andi af rauðum manni" var:  " Ég á ekkert sökótt við Viat Cong; enginn þar á bæ hefur kallað mig nigger."

Ómar Ragnarsson, 18.1.2020 kl. 19:56

2 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

Sæll Páll,

"Fyrsta verkefni útvíkkaðs hernaðarbandalags er mögulega Íran."

Já, alveg örugglega Íran, nú og samkvæmt því sem hann General Wesley Clark uppljóstraði okkur um (Wesley Clark Told The Truth) og samkvæmt Oded Yinon Planinu: Greater Israel: The Zionist Plan for the Middle East, þá er það Íran sem verður að eyðileggja næst fyrir þeirra "Stærra Ísrael" (e. Greater Israel).
KV.

Related image

http://www.stopiranwar.com/

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 19.1.2020 kl. 10:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband