Heimspeki í heimi óreiðu, Forn-Grikkir og samtíminn

BBC segir heimspekibækur njóta vaxandi hylli og spyr um ástæður. Eitt svar er að vestræn menning standi á flekaskilum líkt og sú forn-gríska á fjórðu öld fyrir Krist.

Ekki gott ef satt er. Aþena fórnaði sínum besta manni, heimspekingnum Sókratesi, og dæmdu hann til dauða. Lærisveinninn Platón varð afhuga lýðræði og boðaði sérfræðingaveldi heimspekinga.

Nemi Platóns, Aristóteles, varð kennari Alexanders sonar Filipusar af Makedóníu en þeir feðgar gengu af grísku borgríkjunum dauðum.

En kannski er öllu óhætt. Á sjóndeildarhring vestrænnar menningar samtímans eru ekki Sókrates, Platón eða Aristoteles heldur Tunberg, Kardashian auk Mehgan og Harry.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Afleit bítti. 

Ragnhildur Kolka, 16.1.2020 kl. 16:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband