Björn Leví fær hrós

Ástæða er til að hrósa Birni Leví þingmanni Pírata fyrir að vekja máls á samskiptum þingmanna og hagaðila, sem oft eru kallaðir lobbíistar, og ganga erinda sérhagsmuna.

Þingmenn eiga að tileinka sér varkárni í samskiptum við hagaðila. 

Fyrir utan þingmennsku eru þingmenn æ oftar málshefjendur í opinberri umræðu, t.d. með virkni á samfélagsmiðlum. Það er því tvöföld ábyrgð á þingmönnum; þeir setja lög og fara með dagskrárvald í opinberri umræðu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Örn Valdimarsson

Það er óþarfi að líta á að samskipti stjórnmálamann við hagsmunaaðila séu endilega hættuleg eða vafasöm.  Þetta er oftar en ekki nauðsynlegur farvegur fyrir þekkingu frá þeim sem þekkja og vita til þeirra sem taka ákvarðanir.

Stefán Örn Valdimarsson, 15.1.2020 kl. 20:04

2 Smámynd: Björn Ragnar Björnsson

Stefán Örn, hagaðilar eru oftar en ekki kallaðir til fundar við þingnefndir og senda oftar en ekki inn umsagnir um þingmál. Hið besta mál, en leynifundir útí bæ er svo allt annað mál.

Björn Ragnar Björnsson, 15.1.2020 kl. 21:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband