Nei sko, Trump-frétt á RÚV

Í nótt kl. 4:05 birtist Trump-frétt á RÚV undir fyrirsögninni ,,Fleiri vantreysta Trump en Pútín og Xi Jinping". Fréttin er um skoðanakönnun. Myrkraverkin eru drjúg á Efstaleiti.

Á meðan allir voru vakandi í gær hélt Trump aftur ávarp sem mbl.is flutti beint og Stöð 2 sagði frá í aðalfréttatíma, líkt og flestir fjölmiðlar á vesturlöndum. RÚV þagði.

Nýr útvarpsstjóri verður tilkynntur á næstu dögum. Fyrsta verk hans verður að kalla á sálfræðiteymi á fréttastofuna á Efstaleiti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónsson

það er átakanlegt að fylgjast með vinstri skrílnum þessa daga og ekki bara á rúv heldur serstaklega í BNA. Meira að að segja eru nokkrir mogga-bloggar orðnir algerlega miður sín yfir því að Trump sé ekki enn búinn að koma þriðju heimstyrjöldinni í gang.

Guðmundur Jónsson, 9.1.2020 kl. 11:45

2 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Fyrirrennarar Trumps voru svo fyrirsjáanlegir að hryðjuverkamenn gátu stillt úrin sín eftir þeim - jafnvel sprengjurnar líka.

Benedikt Halldórsson, 9.1.2020 kl. 12:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband