Aldraðir: fátækir fábjánar?

Á Íslandi hefur ekki verið langtímaatvinnuleysi í áratugi. Lífeyrissjóðakerfinu var komið á upp úr 1970. Frá öld torfkofanna ríkir hér á landi séreignastefna; fólk eignast sitt eigið húsnæði.

Reynt er að telja okkur trú um að aldraðir hér á landi séu almennt fátækir. Það getur ekki verið rétt nema að þessu skilyrðum uppfylltum. Viðkomandi

a. sveikst um að greiða í lífeyrissjóð

b. var á félagslegu framfæri þegar aðrir unnu fyrir sér

c. sólundaði fjármunum sínum

d. eigi þjófótt börn

Við rekum velferðaþjónustu fyrir þá sem verða fyrir nísku náttúrunnar, slysum er leiða örkumlunar eða ánetjast fíkniefnum. Fáir verða fyrir líkamlega og andlegu tjóni af þessum ástæðum. Almennt geta aldraðir ekki verið fátækir, það er flökkusaga. Fólk almennt er ekki fábjánir, þótt sumir fylli þann flokk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þarna fellir þú sleggjudóm, Páll, byggðann á fávisku!!

Gunnar Heiðarsson, 9.1.2020 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband