Miðvikudagur, 8. janúar 2020
Íran og kjarnorkuvopn
Íran gæti komið sér upp kjarnorkuvopni innan skamms, segir í frétt í Jerusalem Post. Rétt eða röng veldur fréttin ónotum, ekki síst hjá þeim sem eiga yfir höfði sér hefndaraðgerðir klerkaveldisins í Íran.
Klerkarnir auglýsa grimmt reiði þjóðarinnar yfir drápinu á Soleimani. Jarðaförin ein krafðist mannfórna nokkurra tylfta borgara klerkaveldisins.
Ógnarorðræðan í Teheran spilar upp í hendurnar á þeim sem vilja árásir á kjarnorkuvígbúnað Íran. Til að bjarga menningarverðmætum - og mannslífum.
Soleimani var að undirbúa árásir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er ekki ÖRYGGISRÁÐIÐ sammála um að Íran ætti ekki að eiga kjarnorkuvopn?
Ef JÚ
Er Íran þá ekki orðið að leyfilegu skotmarki
ef að þeir koma sér upp kjarnorkuvopnum?
Jón Þórhallsson, 8.1.2020 kl. 09:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.