Föstudagur, 3. janúar 2020
Íran og Ríki íslams - ţjóđríki og himnaríki
Ríki íslams var trúarhugmynd um nýtt kalífadćmi súnní-múslíma. Í fáein misseri 2014-2015 var Ríki íslams til í landamćrahéruđum Sýrlands og Íraks. Ţar fyrir utan er Ríki íslams neđanjarđarsamtök međ sellur hér og ţar en ekkert land til ađ rćkta og verja.
Íran er aftur ţjóđríki međ 80 milljónir íbúa, ađ stćrstum hluta Persa sem játa shíta-útgáfu múslímatrúar.
Leiđtogar Írans geta ekki fariđ neđanjarđar, ţeir missa ríkiđ fari ţeir í felur. Leiđtogar Ríkis íslam gátu sent fylgismönnum sínum hljóđupptökur úr felum; klerkarnir í Teheran verđa ađ sitja stjórnarskrifstofur og vera sýnilegir.
Vesturlönd gátu illa beitt sér gegn Ríki íslams, nema ţessa fáeinu mánuđi sem ríki ţeirra átti landfrćđilega tilvist. Íran er aftur skotmark, sitjandi önd.
Hefđbundiđ stríđ á milli Bandaríkjanna og Íran er ólíklegt. Bandaríkin láta sér ekki innrás til hugar koma, lćrđu ţađ af Írak-stríđinu. Íran hefur enga burđi til ađ herja á Bandaríkin nema međ hryđjuverkárásum.
Skćrur og stađbundin leiđindi verđa eftirmál aftöku Soleimani. Klerkarnir í Teheran vilja ţjóđríkiđ umfram himnaríkiđ.
Spurningin bara hvenćr stríđ brjótist út | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.