Hægrisveifla á Íslandi

Sjálfstæðisflokkurinn stöðvar blæðinguna til Miðflokksins, sem þó heldur sínu. Þetta er stóra fréttin í nýjustu könnun á fylgi flokkanna. Stórsókn Miðflokksins síðustu missera virðist halda. Flokkurinn er við steypa Samfylkingu af stalli sem næst stærsta stjórnmálaaflið á þingi.

Sósíalistar taka jólin snemma, eru með mann á alþingi. Vöxtur flokka, sem eru hvor á sínum enda pólitíska litrófsins, veit skarpari pólitísk skil en áður. Sem eru góðar fréttir enda þreytandi að horfa upp á Sjálfstæðisflokkinn taka á sig samfylkingarblæ.

Sósíalistar sækja á kjósendahópa Vinstri grænna, Samfylkingar og Pírata, sem munu hallast til vinstri verði þessi þróun staðfest næstu mánuði og skapa þar með aukið rými fyrir borgaralega flokka á miðjunni.


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn stærstur með 20%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband