Miðvikudagur, 11. desember 2019
Helgi Hrafn spilltur: opinbert fé í eiginkonuna
Helgi Hrafn þingmaður Pírata gerði hávaða á alþingi þar sem honum þykir þjóðkirkjan umbunuð ,,umfram hagsmuni annarra trúarsafnaða í landinu."
Netútgáfan Viljinn bendir á að eiginkona Helga Hrafns er formaður í trúarsöfnuði í samkeppni við þjóðkirkjuna. Söfnuðurinn heitir Siðmennt og býður upp á borgaralega fermingu auk annars.
Helgi Hrafn þingmaður heimtar aukið opinbert fé í söfnuð eiginkonunnar. Þetta er tær spilling, getur ekki verið skýrari. Þingmaður er handhafi fjárveitingavaldsins og skarar eld að eigin köku.
Mun Helgi Hrafn axla ábyrgð, nú þegar spillingin er afhjúpuð?
Athugasemdir
Allir söfnuðir, hverju nafni sem nefnast, fá nefskattinn, greiddan úr ríkissjóði samkvæmt höfðatölu. Hvað það snertir þarf enginn þeirra að öfundast út í annan.
Kolbrún Hilmars, 11.12.2019 kl. 15:33
Hirðfifl má sko atast í öðru fífli
Óskar Kristinsson, 11.12.2019 kl. 15:59
>"Helgi Hrafn þingmaður heimtar aukið opinbert fé í söfnuð eiginkonunnar."
Hvar gerir hann það? Ég man bara eftir því að hafa séð Helga Hrafn tala fyrir því að ríkið sé ekki að standa í svona rekstri. Þannig að ef eitthvað er þá er hann að heimta að minna af "opinberu fé" fari í Siðmennt.
En hvar segist hann vilja meiri opinberan pening til Siðmenntar?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 11.12.2019 kl. 17:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.