Helgi Hrafn spilltur: opinbert fé í eiginkonuna

Helgi Hrafn þingmaður Pírata gerði hávaða á alþingi þar sem honum þykir þjóðkirkjan umbunuð ,,um­fram hags­muni annarra trú­arsafnaða í land­inu."

Netútgáfan Viljinn bendir á að eiginkona Helga Hrafns er formaður í trúarsöfnuði í samkeppni við þjóðkirkjuna. Söfnuðurinn heitir Siðmennt og býður upp á borgaralega fermingu auk annars.

Helgi Hrafn þingmaður heimtar aukið opinbert fé í söfnuð eiginkonunnar. Þetta er tær spilling, getur ekki verið skýrari. Þingmaður er handhafi fjárveitingavaldsins og skarar eld að eigin köku.

Mun Helgi Hrafn axla ábyrgð, nú þegar spillingin er afhjúpuð? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Allir söfnuðir, hverju nafni sem nefnast, fá nefskattinn, greiddan úr  ríkissjóði samkvæmt höfðatölu. Hvað það snertir þarf enginn þeirra að öfundast út í annan. 

Kolbrún Hilmars, 11.12.2019 kl. 15:33

2 Smámynd: Óskar Kristinsson

Hirðfifl má sko atast í öðru fífli

Óskar Kristinsson, 11.12.2019 kl. 15:59

3 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

>"Helgi Hrafn þingmaður heimtar aukið opinbert fé í söfnuð eiginkonunnar."

Hvar gerir hann það? Ég man bara eftir því að hafa séð Helga Hrafn tala fyrir því að ríkið sé ekki að standa í svona rekstri. Þannig að ef eitthvað er þá er hann að heimta að minna af "opinberu fé" fari í Siðmennt.

En hvar segist hann vilja meiri opinberan pening til Siðmenntar?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 11.12.2019 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband