RÚV er meinsemd í tvennum skilingi

RÚV er risinn meðal íslenskra fjölmiðla. RÚV er eini fjölmiðillinn sem fær beint framlag úr ríkissjóði sem tryggir yfirburðastöðu. Í þessum skilningi er RÚV rekstrarleg meinsemd.

Yfirburðir á fjölmiðlamarkaði tryggja RÚV dagskrárvald í opinberri umræðu sem enginn annar fjölmiðill nýtur. Sterkt dagskrárvald notar RÚV til að hanna fréttaflutning sem stenst ekki lágmarkskröfur um fagmennsku. Í stað þess að segja fréttir, býr RÚV til ,,umræðu".

Misnotkun á dagskrárvaldi er sýnu alvarlegra brot en að vera í markaðsráðandi stöðu. En til að hemja umræðusýki RÚV verður að jafna leikvöllinn þannig að RÚV fái ekki forskot frá ríkinu á aðra fjölmiðla.


mbl.is Telur frumvarp andvana fætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Það er margt til í þvi að RÚV sjonvarp sé "fíllin í stofunni".

Það er ekki nógu gott ef að sá miðill sem að á að

leiða þjóðina hinn rétta veg inn í  framtíðina;

sé í raun að auka á ringlureiðina 

í öllum sínum dagskrárliðum.

=Ringulreiðin er orðin alger í allri dagskránni á rúv.

Ég myndi vilja sjá forseta íslands

spyrja þjóðina sína einhverrar spurningarum eitthvað.

Hvernig myndi hann forgangsraða í sjónvarpsdagskránni á rúv

ef að hann fengi að vera útvarpsstjórinn?

Jón Þórhallsson, 9.12.2019 kl. 13:18

2 Smámynd: Óskar Kristinsson

Menntamálaráðherra, ef þú tekur ekki djarflega á RÚF verður þú merktur sem spillingarmeistari!!!

Óskar Kristinsson, 9.12.2019 kl. 14:03

3 Smámynd: Jón Þórhallsson

Það vantar almenna umræðu um það hvað fólk vil sjá meira af

og hvað mætti missa sín?

Jón Þórhallsson, 9.12.2019 kl. 14:18

4 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Einu sinni þótti sjálfsagt að gera ráð fyrir ólíkum sjónarmiðum. RÚV átti að vera allra landsmanna, en gerir ekki lengur greinarmun á heiminum eins og hann er og einhliða skoðunum / áróðri þeirra sem ráða ferðinni. 

RÚV er einskonar "gullfótur" sem allir miða við. Sá sem ætlar í pólitík eða vill verða "númer" í samfélaginu, ritskoðar sjálfan sig til að þóknast RÚValdinu. 

Benedikt Halldórsson, 9.12.2019 kl. 14:56

5 Smámynd: Jón Þórhallsson

Það eru allskyns kynningar á dagsksrárliðum í rúv; sem að eru farnar að yfirtaka alla dagskrána; og þær eru settar fram á svo miklum hraða;

þannig að það er heilaskemmandi að horfa í sjónvarpið:

Það er verra ef að þessum SÁLFRÆÐIHERNAÐI  

er beitt vísvitandi til að forheimska fólk og valda andlegum kvillum:

https://www.youtube.com/watch?v=UK8MJVQVRo8&feature=emb_logo

https://www.facebook.com/thealmightyjah/videos/547106685653876/

Jón Þórhallsson, 9.12.2019 kl. 15:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband