Slúður, spilling og Píratar

Píratar eru hugfangnir af spillingu. Einn þeirra, Björn Leví, safnar skipulega slúðri í þeim yfirlýsta tilgangi að afhjúpa spillingu. Í Moggagrein veitir hann innsýn í söguburðinn og byrjar svona:

Sög­ur af dag­legri spill­ingu eru al­mennt séð slúður. En kannski kann­ast þú við svipaða sögu, hef­ur kannski orðið vitni að ein­hverju álíka. Það þýðir að sag­an er lík­lega ekki slúður.

Slúður er ein tegund spillingar. Að trúa misjöfnu upp á náungann að ósekju er spilling í sjálfu sér.

Andstæða spillingar er hreinlífi í hugsun og hegðun. Ekkert í heiminum er gott fyrirvaralaust nema góður vilji, skrifaði Kant.

Söfnun á slúðri þjónar innsta eðli Pírata. Sem er illvilji.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Slúðrið um galdra reyndist ekki sannleikur. Fólk var brennt á báli.

Slúðrið um gyðinga óx stigi af stigi uns 6 milljónir voru myrtir með gasi. Slúðrið hætti þó ekki. Nú er slúðrað vegna pínulítils landskika þeirra sem sluppu við gasið.

Slúðrið um illsku Ísraela óx stig af stigi.

Ísrael er fimm sinnum minna en Ísland. Íran og Hamas vilja eyða því og senda því flugskeyti reglulega í þeirri von að drepa einhverja Ísraela.  Það er ekkert slúðrað um það á kaffihúsum, ekkert slúðrað um Hamas með kaffinu og gulrótarkökunni en samtökin settu sér það markmið strax í upphafi að drepa alla gyðinga. Hamas drepur alla homma sem til næst. Íran hengir þá.

"Farðu bara á kaffihús, á mannamót. Um hvað er talað? Þá sérðu hversu stór frétt þetta er."

RÚV sendir "sína menn" til kenna Ísraelum mannasiði en það gerir engin nema vera illa  vankaður af slúðri - eins og þeir sem sóttu eldivið i galdrabrennurnar forðum daga.

Benedikt Halldórsson, 9.12.2019 kl. 10:03

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Skín manngæskan úr svip Þóhildar Sunnu þegar hún talar um hann Ásmund?

Halldór Jónsson, 9.12.2019 kl. 19:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband