Heimslöggan er marghöfða þurs

Bandaríkin taka sér hlutverk alþjóðalögreglu í efnahagsbrotum, samkvæmt meðfylgjandi frétt. Evrópusambandið beitir sambærilegu lögregluvaldi, bæði út á við, t.d. gagnvart bandarískum fyrirtækjum, en enn frekar innan vébanda ESB, samanber inngrip í innanríkismál Póllands og Ungverjalands.

Sameinuðu þjóðirnar reyna lögþvinganir í loftslagsmálum og fá víða áheyrn, ekki síst hjá glópahlýnunarsinnum á Íslandi.

Á bakvið lögregluvald af þessu tagi standa hernaðar- og efnahagsmáttur. En það eru takmörk fyrir einhliða valdheimildum, eins og prýðilega er gerð grein fyrir í samantekt Gordon M. Hahn.

Vestrænar herraþjóðir og samtök á þeirra vegum, t.d. ESB, bæta ekki heiminn með yfirgangi.


mbl.is Ericsson í klóm heimslögreglunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband