Namibíu-Icesave

Samherji fann ekki upp spillingu í Afríku. Ekki frekar en að íslensku bankarnir séu upphaf fjárglæfra í Evrópu.

Kröfur um að íslenska ríkið beri ábyrgð á Samherja eru álíka út úr korti og að Íslendingar bæru ábyrgð á Icesave-reikningum einkabanka.

Vinstrimenn munu taka undir kröfur að íslenskur almenningur borgi bætur fyrir afríska spillingu. Það er svo freistandi að þykjast dygðugur og láta aðra borga.


mbl.is Vilja að namibíska þjóðin fái endurgreitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hrellir

Er eitthvað að lesskilningi pistlahöfundar? Það er ekki íslenska ríkið eða íslenskur almenningur sem er krafinn um endurgreiðslu heldur fyrirtækið Samherji sem er í einkaeigu. Er þetta kannski meðvirkni.is eða hroki.is - að afneita allri ábyrgð Íslendinga?

Sigurður Hrellir, 7.12.2019 kl. 16:02

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Íslensk yfirvöld geta ekki látið einstaklinga eða fyrirtæki borga fyrir meint lögbrot, nema með dómi.
Væri e.t.v. fljótlegra fyrir þá að láta spillta stjórnmálamenn landsins skila mútunum... og ekki bara frá Samherja.

Tek undir með Páli að vinstrimenn vilja örugglega láta íslenska skattgreiðendur bera ábyrgð á þessu. Stílbrot ef svo verður ekki.

Gunnar Th. Gunnarsson, 7.12.2019 kl. 16:12

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þarna er verið að lýsa einkaréttarkröfu á fyrirtækið Samherja.

Við ættum ekki að missa okkur í neinum oftúlkunum.

Samherji nýtur engrar ríkisábyrgðar.

Krafa Namibíumanna snýr að Samherja.

Ekki íslenska ríkinu eða almenningi.

Guðmundur Ásgeirsson, 9.12.2019 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband