Pelosi-bćnir, múslíma-hatur á tímum Trump

Nancy Pelosi segist biđja fyrir Trump forseta um leiđ og hún krefst ţess ađ hann víki úr embćtti. Ég hata ekki nokkurn mann, segir leiđtogi Trump-andstćđinga á bandaríska ţinginu. Suđur í Flórída drepur múslímskur hermađur ţrjá félaga sína og gefur sem ástćđu ađ hann hati allt bandarískt.

Bandarísk stjórnmál eru alţjóđleg fyrirmynd. Í Bretlandi etur vasaútgáfa af Trump, Boris Johnson, kappi viđ Ekki-Trumpinn Jeremy Corbyn. Meginţema kosningabaráttunnar er hvort gyđingahatur Corbyn sé stćkara en múslímaandstyggđ Johnson.

Trúarlegt ívaf alţjóđastjórnmála verđur enn skýrara ef veraldlegu trúarbrögđin um manngert veđurfar eru tekin međ í reikninginn. Ţar lýsa Trumparar yfir vantrú en Pelosi, Corbyn og nćr allir Ekki-Trumparar tilbiđja Grétu-skurđgođiđ. Múslímar sitja hjá, skilja hvorki vísindin né pólitíkina ađ baki, og búa hvort eđ er ađ guđi sem öllu stjórnar.

Stjórnmál snúast um vald. Réttlćting á valdi manns yfir manni er ofin úr fleiri en einum ţćtti. Höfđingjavald íslensku gođanna hvíldi á ćtterni. Landnámsmenn og afkomendur ţeirra voru rétthćrri, einkum ef ţeir röktu ćttir sínar til stórmenna í Noregi. Evrópskar ađalsćttir urđu til á miđöldum og gerđu valdatilkall langt fram á 20stu öld.

Samhliđa ćtterni er trúarstef í stjórnmálum. Handhafar valds vísa til ćđri máttarvalda í réttlćtingu s.s. kristni, sögulega efnishyggju, kynstofninn og nú síđast loftslagsvá.

Trump-tíminn einkennist af afhelgun valds annars vegar og hins vegar leit ađ nýrri réttlćtingu fyrir valdi manns yfir manni. Bćn Pelosi um velferđ Trump um leiđ og hún sćkist eftir ađ tortíma honum lýsir áttleysi stjórnmálanna. Ţađ finnst engin almennileg réttlćting á valdi. Morđ múslímans á félögum sínum sýnir aftur hvert einbeitt sannfćring um réttlćtiđ leiđir menn.

 


mbl.is Sagđi Bandaríkin „ţjóđ illskunnar“ fyrir árásina
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband