Laugardagur, 30. nóvember 2019
Aðskilnaður ríkis og RÚV tímabær
RÚV er ríki í ríkinu. Á meðan aðrir fjölmiðlar lepja dauðann úr skel fitnar RÚV eins og púkinn á fjósabitanum. Formaður stjórnar RÚV er fyrrum fréttastjóri stofnunarinnar. Stjórnin að öðru leyti er skipuð fulltrúum stjórnmálaflokka sem eiga allt undir að starfsmenn RÚV hleypi þeim að hljóðnema og í myndver.
RÚV fer ekki að lögum nema þegar það hentar. RÚV leggur leyndarhjúp yfir umsækjendur um stöðu útvarpsstjóra. Þannig skapast svigrúm til baktjaldamakks um að handvelja einhvern þægan í taumi stjórnenda og starfsfólks á Efstaleiti.
Einokunarstaða RÚV skekkir fjölmiðlun á Íslandi og skaðar frjálsa umræðu. Dagskrárvaldi er iðulega misbeitt þar maður og annar eru teknir af lífi með ásakanaherferðum RÚV.
Almenningur er látinn borga, getur ekki valið sig frá því að styðja RÚV. Við erum ekki með greiðsluskyldu að neinu nema kirkjugarðsgjaldi og RÚV. Allir deyja einn góðan veðurdag. En lifandi eigum við ekki að búa ævina langa við skattgjald Gróu á Efstaleiti.
Ákvörðunin í skásta falli heimskuleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Spurningin er hvort að hægt væri að skipta rúv-sjónvarpi upp
í mismunandi PAKKA-ÁSKRIFTIR:
1.Frétta & fræðslupakki.
2.Afþreyingarpakki.
3.Íþróttapakki.
4.Barna og unglingapakki.
Þannig myndi fólk bara borga fyrir þá pakka
sem að það hefði áhuga á að horfa á.
Jón Þórhallsson, 30.11.2019 kl. 11:25
Eða þá að forseti íslands og / eða menntamálaráðherra
þyrftu að axla meiri ábyrgð á því sem að sýnt er á rúv
og AXLA ÞANNIG PÓLITÍSKA ÁBYRGÐ á sinni stofnun.
=Og standa þannig eða að falla með sínu vali á sjónvarpsefni.
Það er nánast ekkert í dagskránni í rúv-sjónvarpi
sem að ég bíð eftir að horfa á.
Jón Þórhallsson, 30.11.2019 kl. 12:16
Hver bað þessa eigendur hinna "frjálsu fjölmiðla" að vera að standa í þessum þunga rekstri og berjast í bökkum.
Mín vegna mega allar þessar öskurrásir á ljósvakanum fara fj%$#& til og rás 2 á rúv sömuleiðis.
Ég vil að Rúv rás 1 verði áfram eins og hún hefur verið um áratuga skeið og mætti gjarnan verða laus við auglýsingar.
Hver saknar misgóðra sjónvarpsþátta frá Amríku sem stöð tvö sendir út ?
Í mínum húsum er stöðtvö hreinlega ekki til og hér er aldrei hlustað á annað útvarp en rúv ráseitt.
Þórhallur Pálsson, 30.11.2019 kl. 22:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.