Miðvikudagur, 27. nóvember 2019
Jóhannes leki verður Jóhannes fjármálaskýrari
Þegar Jóhannes Stefánsson kynnti sig fyrir alþjóð, í alræmdum Kveiks-þætti, sagðist hann vera sjómaður og hafa síðar unnið sig upp í Samherja. Að lokum komist Jóhannes í þá stöðu að borga mútur, að eigin sögn, til namibískra stjórnmálamanna fyrir veiðiheimildir.
Allt gott um það að segja, nema auðvitað, fyrir þá sem eru Samherjamegin í tilverunni.
En Jóhannes leki virðist líka vera kunnáttumaður um alþjóðleg bankaviðskipti. Jóhannes furðar sig á að Den Norske Bank, DNB, ,,hafi ekki spurt fleiri spurninga. Því að þetta eru svo miklir fjármunir, segir Jóhannes."
Ha? Miklir peningar? Einhverjir tugir eða hundruð milljónir íslenskra króna eru kannski miklir peningar íslensks sjómanns en tæplega stórfúlgur í alþjóðabanka. Frekar skiptimynt.
Jóhannes leki er trúverðugur um þau málefni sem hann ætti að vera í aðstöðu til að þekkja. Ef hann segir ekki ósatt. Þegar sjómaður og samherjastrákur þykist vita hvernig alþjóðlegir bankar haga sér skortir trúverðugleika.
En, hey, RÚV-drengirnir eru orðnir sérfræðingar um namibísk stjórnmál eftir tvær heimsóknir til landsins. Auðvitað getur Jóhanns orðið sérfræðingur í bankastarfsemi eftir fáeinar millifærslur.
Engin tilviljun að Samherji valdi DNB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ef gott orðspor Noregs á alþjóðavísu er ástæða þess að illa fengið fé rati í norska bankann DNB, má þá gera ráð fyrir að bankinn sé almennt í miklu í uppáhaldi meðal svikahrappa og svindlara?
Benedikt Halldórsson, 27.11.2019 kl. 18:04
Það er búið að blóðmjólka "trúverðugleikann" gjörsamlega í öllum málum. Það er engum að treysta nema lifandi fólki sem plantar sér ekki inn í líf okkar - til að "selja" okkur eitthvað.
Það er ekki lengur hægt að treysta RÚV, Stundinni eða fjölmiðlum yfirleitt, ekki einu sinni góðgerðarsamtökum vegna þess að aktivistar hafa yfirtekið þau flest.
Þegar betur er að gáð eru alltaf eitthvað annað á bakvið sakleysi og "treystu okkur" frontinn.
Við kynnumst fólki sem er óheiðarlegt og lygið. Við forðumst það. Við vitum ekki hvenær það er að segja satt og hvenær ekki?
Í þessu furðulega máli eru eiginlega allir vanhæfir vegna "tengsla" og fyrri "lyga".
Ef Samherji hefur eitthvað að fela verður það áfram í felum þar til dómstólar hafa kveðið upp sinn úrskurð - ekki við. Það hefur of oft verið spilað á trúgirni okkar.
Benedikt Halldórsson, 27.11.2019 kl. 21:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.