Miðvikudagur, 20. nóvember 2019
Falsfréttir Björns Leví ala á spillingu
Píratinn Björn Leví boðaði skipulega upplýsingasöfnun að hætti Stasi um íbúa landsins. Í dag birtir Björn Leví úrval af gagnasöfnunni með grein í Morgunblaðinu. Gefum píratanum orðið:
Ég varð vitni að því að tveir starfsmenn voru að stela vörum af lager. Ég tilkynnti þjófnaðinn og annar var rekinn en hinn var vel tengdur og hélt starfinu.
Ríkisstarfsmaður skrifaði áfengi sem matvæli á reikning vegna ferðalags, þegar ég kvartaði þá var ég tekinn úr ferðalagi sem ég átti að fara í.
Menn verða að tilheyra réttum flokki til þess að eiga séns á að fá pláss á bát.
Ég hef fengið skammir í vinnunni fyrir það sem ég skrifa á netið og skilaboð um að það sé fylgst með því sem ég segi.
Stærsti vinnuveitandinn á staðnum skipaði öllu erlendu vinnufólki að kjósa ákveðinn flokk í sveitarstjórnarkosningum eða það myndi missa vinnuna.
Allt eru þetta óstaðfestar ásakanir nafnleysingja. Gamla orðið er slúður en nýyrðið falsfréttir.
Með því að dreifa slúðri/falsfréttum elur Björn Leví á spillingu í tvennum skilningi. Í fyrsta lagi gefur þingmaðurinn til kynna að sjálfsagt sé að stela og hóta, þannig gerist kaupin á eyrinni. Í öðru lagi eru rangar sakargiftir ein tegund spillingar.
Eins og segir í viðtengdri frétt mbl.is um ástandið í Hong Kong: ,,Djúpstætt vantraust á lögreglu og yfirvöldum verði til þess að mótmælendur trúi fréttum um ýmiss konar samsæriskenningar..."
Björn Leví ,,normalíserar" spillingu í einn stað og í annan stað býr hann til vettvang fyrir nafnlausar ásakanir. Hvorttveggja grefur undan trausti í samfélaginu.
Stjórnmálamenn eins og Björn Leví ná helst árangi í samfélagslegri ormagryfju. Enda safnar þingmaðurinn ormum.
Falsfréttir kynda undir óróa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Að Mogginn skuli vera að eyða pappír í greinar á miðopnu frá þessum manni beats me!
Halldór Jónsson, 20.11.2019 kl. 18:21
Þetta er ágætt uppátæki hjá Birni Leví. Spilling af alls kyns tagi grasserar í íslensku samfélagi. Er ekki fyrsta skrefið til að leysa mál að viðurkenna vandann? Með þessu er hann dreginn fram í dagsljósið.
Þorsteinn Siglaugsson, 20.11.2019 kl. 21:52
Hornakústurinn Björn Leví hlýtur að vera eini syndlausi maður heimsins. Nú þarf bara að finna syndlausu konuna (ÞSÆ?), klóna þau og fylla heiminn. Verst að það myndi taka frá þeim vinnuna.
Ragnhildur Kolka, 20.11.2019 kl. 22:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.