Forseti Namibíu grunar RÚV um græsku

RÚV setti fram ásakanir um spillingu ráðherra í Namibíu, sem ekki er hægt að sannreyna, rétt fyrir kosningar þar í landi. Hage Geingob, forseti Namibíu, grunar að tímasetning RÚV sé ekki tilviljun.

Það liggur fyrir að namibísk yfirvöld hafa rannsakað meinta spillingu ráðherrana i fimm ár. RÚV er heimildin.

Einnig liggur fyrir að RÚV beið í marga mánuði með að birta ásakanir um spillingu. Fram kemur í myndefni Kveiks-þáttarina að meintar sannanir fyrir spillingu liggja fyrir síðast liðið vor.

Samstarfsmaður RÚV, Kristinn Hrafnsson ritstjóri alþjóðlegu spillingarveitunnar Wikileaks, segir í viðtali á mbl.is að samstarfið við RÚV hafi byrjað haustið 2018. Kristinn talar um að brýnt sé að ,,mat­reiða og verka" ásakanir til að þær hafi áhrif.

Í spunafræðum er þekkt staðreynd að ásakanir um spillingu, settar fram rétt fyrir kosningar, ná hámarksáhrifum einmitt vegna þess að ekki vinnst tími til að sannreyna þær áður en almenningur greiðir atkvæði.

Í nafni gegnsæis og áreiðanleika þarf að fara í saumana á tilurð ásakana RÚV um mútur og spillinu í Samherja-Namibíumálinu. RÚV er opinber stofnun og er ætlað að þjóna Íslandi en ekki móta sérstaka utanríkisstefnu og hafa áhrif á þingkosningar í erlendum ríkjum. Íslensk stjórnvöld hljóta að taka vel í óskir frá Namibíu um slíka rannsókn.


mbl.is Segir tímasetningu ásakananna grunsamlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Öldum saman hefur fólk látið "sölumenn" plata sig í endalaus stríð eftir velheppnaðar "kynningar" þar sem veruleikinn er matreiddur og verkaður með alvarlegum ásökunum um illsku hinna. "Koma svo áður en það er of seint" segja þeir eins og ágengir sölumenn.

RÚV er alltaf að selja eitthvað í samstarfi við aðra sem eru líka með sjálfselsk agenda, "lofaðu mér að hugsa málið" er aldrei í boði. 

Aldrei á að hlusta "sölumenn" sem höfða til ótta og reiði, hvort sem boðuð er hamafarahlýnun, stríð eða nýlendukúgun Samherja í Afríku. 

Benedikt Halldórsson, 18.11.2019 kl. 09:36

2 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Það er mikið lagt á Samherja að afsanna þungan dóm RÚV og þar með að sefa þingmenn sem eru vísir með að semja lög undir áhrifum - ofsareiði. 

Benedikt Halldórsson, 18.11.2019 kl. 11:03

3 Smámynd: Bjarni Jónsson

Atlagan tókst að namibísku ráðherrunum, enda tímasetningin sýnilega miðuð við þá og aukin áhrif annars staðar í kjölfar tveggja ráðherraafsagna í Namibíu.  Spjótin beinast nú að íslenzka sjávarútvegsráðherranum, "mínum manni í ríkisstjórninni", sem hafði tíma til að heilsa upp á namibíska fulltrúa í höfuðstöðvum Samherja.  Ein fjöður verður auðveldlega að heilu hænsnabúi við þessar eldfimu aðstæður.

Bjarni Jónsson, 18.11.2019 kl. 11:11

4 Smámynd: Hafþór Baldvinsson

Þér er mjög illa við RÚV páll sem sést nánast í hverjum pistlinum á fætur öðrum. Gott og vel. Þú hefur þínar skoðanir og ber að virða þær rétt eins og aðrar.

Wikileaks aflaði þessara upplýsinga en ekki RÚV nema að hluta. Þótt þær hafai birst í Kveik og í Stundiinni sem þú nefnir ekki og ekki Al Jazerra ssem er reyndar að mér skilst enn að vinna úr þessum gögnum Wiklileaks.
Ráðleggg þér að halda heimildum réttum en ekki notast aðeins við eina heimild þ.e. RÚV. Þráhyggja er ekki góð Páll.

Hafþór Baldvinsson, 18.11.2019 kl. 12:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband