Helga Vala játar afglöp í starfi

Helga Vala Helgadóttir er þingmaður á alþingi Íslendinga, þótt hún tali eins og aðalstarfið sé að vera í saumaklúbbi vinstrimanna. Þegar Helga Vala krafðist þess að eigur Samherja yrðu frystar jafngilti það kröfu um að starfsemi fyrirtækisins yrði stöðvuð.

Með því að viðurkenna að það sé ekki í hennar höndum að krefjast haldlagningar á eigur Samherja er Helga Vala að játa afglöp í starfi. Því sannanlega sagði þingmaðurinn þetta: ,,Í mín­um huga kem­ur ekk­ert annað til greina en að eign­ir Sam­herja verði fryst­ar núna strax á meðan á rann­sókn stend­ur."

Tvennt verður ekki aftur tekið, töluð orð og tapaður meydómur.


mbl.is Ekki í mínum höndum að krefjast frystingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er eitt að Helga Vala ljúgi. Það þarf engum að koma á óvart.

En dapurlegra er þegar blaðamaðurinn tekur þátt í að ljúga með henni, samanber þessa fyrstu málsgrein fréttarinnar: "Helga Vala Helga­dótt­ir, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, leiðrétti rang­færsl­ur um að hún hafi viljað krefjast fryst­ing­ar á eign­um Sam­herja ..."

Þorsteinn Siglaugsson, 17.11.2019 kl. 15:51

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góð ábending hjá Þorsteini -- og pistillinn hans Páls.

Annars stenzt eitt kannski ekki tímans tönn hjá Páli (a.m.k. ekki að sumra mati í sumum ríkum löndum): að tapaður meydómur verði ekki aftur tekinn, því að ein grein læknavísinda fæst nú við að græða slík minni háttar smálýti, og kallast þær afturbatapíkur, sem gengið hafa gegnum það ferli. laughing

Jón Valur Jensson, 17.11.2019 kl. 19:47

3 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Það er valdabarátta í gangi í Namibíu. Kosningar á næsta leiti. Það er ekki allt sem sýnist. 

Benedikt Halldórsson, 18.11.2019 kl. 04:45

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það eru skrítnir hausar í Samfylkingu. Meðan einn krefst frystingu eigna, en segir það þó ekki kröfu um slíka frystingu, er annar sem segir að hringur sé ekki hringur þó hann sé hringur!

Gunnar Heiðarsson, 18.11.2019 kl. 08:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband