Laugardagur, 16. nóvember 2019
Loftslagskvíði og gamalt húsráð
Fólk skemmtir sér ekki lengur vegna loftslagskvíða, segir í frétt á Vísi. Hvernig er hægt að skemmta sér kortéri fyrir endalok heimsins vegna hlýnunar og hruns vistkerfa?
Erlendis eru haldin námskeið fyrir fólk þjakað af kvillanum.
Eitt fórnarlambanna, sem blaðamaður Vísis talaði við, segir: ,,Ég hugsa að lausnin sé bara að taka nokkur þúsund skref aftur á bak, endurhugsa þessa heimsmynd okkar og minnka samfélögin."
Gamalt húsráð við færa samfélög ,,aftur á bak" og minnka þau er stríð. Ráðið er þrautreynt og gefur nær undantekningalaust sömu niðurstöðuna.
Athugasemdir
Ömurlegt að vakna upp á hverjum morgni og uppgötva að maður er ekki dauður úr loftslagsvá.
Ragnhildur Kolka, 17.11.2019 kl. 00:34
Það er greinilega of lítið pláss á Kleppi.
Ásgrímur Hartmannsson, 17.11.2019 kl. 01:20
Flockurinn
Hreppapólitík og landsmálapólitík. Liðin tíð. Allir til vinstri eru nú sítengdir tilfinningalega í einum alþjóðlegum heimsflocki ásamt fólki til hægri sem vill ekki vera skilið útundan. Allir í flocknum finna fyrir samstilltum kvíða vegna hamfarahlýnunar.
Benedikt Halldórsson, 17.11.2019 kl. 07:27
Skrílræði.
Benedikt Halldórsson, 17.11.2019 kl. 07:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.