RÚV játar falskar forsendur í Samherjamáli

Helgi Seljan RÚV-ari skrifaði forstjóra Samherja tölvupóst 15. október síðast liðinn. Þar sagði:

Á næstunni ætlum við í Kveik okkur að fjalla um þróunaraðstoð Íslendinga í sjávarútvegi og aukin umsvif íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja erlendis.

Helgi ætlaði ekki að tala um ,,aukin umsvif" Samherja heldur bera fram ásakanir um stórfellda glæpastarfsemi Samherja í Namibíu. Helgi vildi fá forstjóra Samherja í viðtal til að sýna hann sem sekan mann. Enda var RÚV búið að ákveða niðurstöðuna fyrirfram. Í handritið vantaði aðeins senu með sekum forstjóra. (Sem RÚV þó náði síðar með því að gera Þorsteini Má forstjóra fyrirsát, sbr. Kveiks-þáttinn).

Samherji stendur í deilum við namibísk yfirvöld og fyrrum viðskiptafélaga. Fyrrum starfsmaður fyrirtækisins er genginn til liðs við namibísk yfirvöld. Allt þetta hlaut Þorsteinn Már forstjóri að vita.

Einnig mátti Þorsteinn Már vita að RÚV er í hefndarhug gagnvart Samherja eftir að hafa sýnt sig ómerkilegt verkfæri vinstristjórnar Jóhönnu Sig. í húsleitarmálinu. Samherji fékk þar sigur fyrir dómstólum og RÚV-arar sátu uppi með klámhögg.

Eðlilega hafnaði forstjóri Samherja boði RÚV um niðurlægingu fyrir framan myndavélar ríkisreknu Gróu á Efstaleiti.


mbl.is RÚV birtir bréfaskriftir við Samherja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Kveikur í samstarfi við Stundina afhjúpaði þá sjálfa fremur en Samherja

Einn frá Global Witness sem berst m.a. gegn olíu og hamfarahlýnun, telur að Samherji þurfi að sanna sakleysi sitt. Hvers vegna? Jú, vegna vísbendinga um spillingu og mútugreiðslur! 

Hjá Global Witenss er lífið einfalt. Góðir gegn vondum. Hið góða gegn hinu illa.

GAS HAS NO PLACE IN A EUROPEAN GREEN DEAL

A MESSAGE FROM OUR YOUTH

WHY GLOBAL WITNESS IS SUPPORTING THE GLOBAL CLIMATE STRIKE

THE US IS SET TO DROWN THE WORLD IN OIL

NEARLY TWO THIRDS OF THE WORLDS NEW OIL AND GAS TO COME FROM THE US

EXXON’S CLIMATE DENIAL AGAIN UNDER PRESSURE AT INVESTORS MEETING

WE SHOULDNt BE FOOLED BY BPs CLIMATE CLAIMS

Kannski fer Samherji í afneitun og neitar ásökunum eins og vondu olíufélögin EXXON og BP?

 

Benedikt Halldórsson, 13.11.2019 kl. 14:02

2 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Hatursviðbrögðin gagnvart Samherja eru of fyrirsjáanleg og þaulæfð.  Það er verið að koma á galdrafári, en eins og alltaf helgar tilgangurinn meðalið.

Það er góð regla að trúa engu og byrja ekki að að ná í eldivið í galdrabrennu fyrr en eftir svona tvo sólarhringa - þá er reiðinn runnin...

Dómstólar og yfirvöld sjá svo um að klára málið. 

Benedikt Halldórsson, 13.11.2019 kl. 14:39

3 Smámynd: Guðmundur Böðvarsson

RÚV gengur svo langt að sviðsetja afsögn 2 ráðherra í Namibíu og lokun reiknings hjá DNC bánkanum....

Guðmundur Böðvarsson, 13.11.2019 kl. 15:26

4 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Páll,

Kannski þú vildir skoða póst, sem var sendur seinna: https://www.ruv.is/kveikur/assets/img/VidtalsbeidnitilSamherja25102019.pdf

Ég get ekki séð að þar sé farið í launkofa hvert umræðuefnið er.  

En málið snýst ekki um RUV, heldur Samherja og starfsemi þeirra í Naminíu.  

Tal um einhverja "sviðsetningu"  á afsögnum ráðherra í stjórn Namibíu er bara bull.  Þetta er í fréttum út um allan heim.  Hér er frétt NY Times, byggð á Reuters: https://www.nytimes.com/reuters/2019/11/13/world/europe/13reuters-namibia-iceland.html?searchResultPosition=6

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 13.11.2019 kl. 17:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband