RÚV-stillt atlaga að Samherja

Tveir íslenskir RÚV-arar, blautir á bakvið eyrun en í hefndarhug, fara til Afríku eins og börn heimsækja Disney-land, og koma tilbaka með þá sögu að Samherji sé nýlenduherra í Namibíu og níðist á innfæddum.

Þetta er í stuttu máli RÚV-kveikur gærkvöldsins.

Eftirvinnslan er gamalkunn úr fyrri atlögum RÚV að íslenskum einstaklingum og fyrirtækjum. RÚV safnar liði til að trúa tilbúningnum. Píratar og stúdentar horfðu á Kveiksþáttinn er frétt á Efstaleitismiðstöðinni strax í kjölfarið. Afhjúpandi setning úr fréttinni: 

„Ég mundi segja að staðurinn sé svona 80 prósent fullur,“ sagði barþjónninn.

Sighvatur Björgvinsson fyrrum formaður Alþýðuflokksins veit hvað klukkan slær enda gamalreyndur í múgæsingarfræðum:

Sig­hvat­ur seg­ist ekki kunna að meta það hvort eitt­hvað sak­næmt hafi átt sér stað. Koma verði í ljós hvort brot­in sem þarna hafi verið fram­in séu fyrnd. Hann seg­ist spennt­ur að sjá viðbrögð þjóðar­inn­ar því viðbrögð stjórn­mála­manna fari oft eft­ir viðbrögðum þjóðar­inn­ar. Þá bend­ir hann á að ís­lenska rík­is­stjórn­in sé núna að leggja til að lækka veiðileyf­a­gjöld á Sam­herja um stór­fé.

Einmitt. Sekt eða sakleysi skiptir ekki máli. Aðalatriðið er ,,viðbrögð þjóðarinnar." Og RÚV sérhæfir sig í að kalla fram ,,rétt viðbrögð" þjóðarinnar.

Samherji er alþjóðlegt fyrirtæki en ekki góðgerðafélag. Fyrirtækið stundaði viðskipti í Namibíu og virðist hafa gert það gott. Deilur spruttu upp á milli namibískra viðskiptafélaga og Samherja. Þeir namibísku voru nátengdir þarlendum stjórnvöldum sem núna rannsaka starfsemi Samherja og hafa fengið til liðs við sig fyrrum starfsmann Samherja.

RÚV vill láta okkur trúa að stjórnvaldið sem núna rannsakar Samherja sé ,,góði kallinn" en stjórnvöldin sem fyrirtækið átti í samstarfi við ,,vondi kallinn". Veruleiki RÚV er eins og handrit að Disney-mynd. RÚV starfar eftir þeirri forskrift að íslenska þjóðin sé fábjáni. Og líklega erum við það: við borgum RÚV til að framleiða ofan í okkur einfeldningslega Disney-veröld. 

 


mbl.is Svo kom Samherji
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband