Þriðjudagur, 12. nóvember 2019
Rússland og vestræn alþjóðahyggja
Frjálslyndir og vinstrimenn á vesturlöndum óttast Rússa meira en efni standa til. Hillary Clinton segir Rússa ráða niðurstöðu forsetakosninga í Bandaríkjunum, þegar Trump sigraði, og séu ráðandi afl í bresku stjórnmálalífi. Til Íslands kemur Nató-foringi og segir Rússa ógna vestrænum hagsmunum á norðurslóðum.
Raunsæismenn í alþjóðastjórnmálum, t.d. Harvard-prófessorinn Stephen M. Walt, hafna Rússagrýlunni með gildum rökum. Rússland er með efnahagskerfi á stærð við Ítalíu, telja ekki nema 140 milljónir (og fer fækkandi) og stunda ekki lengur útflutning á and-borgaralegri hugmyndafræði líkt og á tímum Sovétríkjanna.
Engu að síður er Rússagrýlan raunveruleg. Hvað veldur?
Rússar ánetjuðust ekki vestrænni alþjóðahyggju sem var sigrandi hugmyndafræði eftir kalda stríðið. Þeir fundu rússneskar lausnir (Pútín) á rússneskum vandamálum og höfnuðu vestrænni alþjóðahyggju.
Frjálslyndir og vinstrimenn eru helstu boðberar alþjóðahyggjunnar: Bush yngri, Clinton-hjónin, Obama og Blair í Bretlandi. Hugmyndafræðin steytti á skeri í Írak, Afganistan, Sýrlandi, Líbýu og Úkraínu. Brexit-kosningarnar í Bretlandi og sigur Trump, hvorttveggja árið 2016, voru mótmæli gegn alþjóðahyggju og hliðarafurðum eins og trú á manngert veður, ESB og fjölmenningu.
Og hverjir skyldu bera ábyrgð á óförum frjálslyndra og vinstrimanna? Nú, auðvitað Rússar, Pútín sérstaklega.
Óskiljanlegt og til skammar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.