Föstudagur, 8. nóvember 2019
Muhammed, siðir og samfélag
Thomas Hobbes reit á 17. öld að í náttúrunni væru engin siðalögmál. Maðurinn tileinkaði sér siði í samfélagi við aðra menn. Án siða væri mannlífið markað einsemd, fátækt, sóðaskap, ofbeldi og skammlífi.
Muhammed Emin Kizilkaya skrifar grein í Morgunblaðið og segir:
Við búum í nútímasamfélagi þar sem ekki á að skipta máli hvaðan þú kemur, hverrar trúar eða kynþáttar þú ert. Við búum öll saman í þessu samfélagi þar sem fjölbreytileiki er óhjákvæmilegur og verður hann það alltaf. (undirstrikun pv)
Ef undirstrikuðu orðin þýða að allir síðir séu jafngildir felur það í sér náttúrulegt ástand Hobbes þar sem engir siðir gilda. Siðir eru samkvæmt skilgreiningu ekki einstaklingsins, nema í takmörkuðum skilningi, sbr. borðsiði, heldur samfélagsins. Siðir eru skrifaðar reglur og lög annars vegar og hins vegar óskrifuð gildi. Án samkomulags um siði verður ófriður og óöld.
Talsmenn fjölbreytileika/fjölmenningar gleyma því iðulega, af vangá eða yfirlögðu ráði, að grunnsiðir gilda í sérhverju samfélagi. Ólíkir siðir gilda á Íslandi, Japan og Sádí-Arabíu, svo dæmi sé tekið.
Greining Muhammed og andmæli gegn kynþáttahyggju væru stórum trúverðugri ef hann tæki með í reikninginn siðagildi samfélagsins sem hann ávarpar - þess íslenska.
Þurfum að mótmæla þessum hatursfullu skilaboðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
KRISTIÐ fólk þarf ekkert endilega að fullt haturs út í múslima
þó að öllum moskubyggingum og múslimasiðum væri hafnað á ALÞINGI
með venjulegri meirihluta-kosningu.
Jón Þórhallsson, 8.11.2019 kl. 17:53
Almennt siðferði í samfélagi eru ekki sami hluturinn og siðir bundnir trúarbrögðum.
Þorsteinn Siglaugsson, 8.11.2019 kl. 18:39
Enda ekki hlutur frekar en rafmagn þ.e. Vana bundin hegðun.
Helga Kristjánsdóttir, 9.11.2019 kl. 16:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.