Laugardagur, 26. október 2019
Trump: Græland-Ísland í stað Úkraínu, Sýrlands og Tyrklands
Á forsetavakt Trump eru Grænland og Ísland nánir bandamenn. Hægrimenn í Bandaríkjunum vilja losa sig við lönd eins og Úkraínu, Tyrkland og Sýrlands-Kúrda sem bandamenn. Sýrlandsatlagan var allsherjarmistök, segja áltisgjafar til hægri.
Endurmat Bandaríkjanna á öryggishagsmunum sínum er eftir öllum sólarmerkjum að dæma róttæk. Í stað þess að beita hernaðarmætti stórveldisins er áherslan á viðskiptaþvinganir. Bandaríkin hverfa skipulega frá hlutverki sínu síðustu áratugi að vera alþjóðalögregla sem ýmist heldur lífi í deyjandi stjórnvöldum eða tortímir öðrum.
Helstu höfundar hugmyndarinnar um að Bandaríkin skuli skipa framandi þjóðríkjum að sita og standa að vestrænum hætti, Demókrataflokkurinn og kaldastríðshaukar, sjá það helst til varnar að segja andstæðinga sína handbendi Rússa. Ekki er það trúverðugur málflutningur.
Ef Grænland-Ísland-Færeyjar og Bretland mynda varnarlínu Bandaríkjanna í austri, en ekki Úkraína-Tyrkland-miðausturlönd, er komin upp ný stórveldapólitísk staða. Meginland Evrópu, ESB án Bretlands, verður að finna lífvænlega sambúð með Rússlandi og miðausturlönd, að stærstum hluta múslímaríki, þurfa að finna sér nýjan tilverugrunn án aðstoðar Bandaríkjanna.
Áhugaverðir tímar.
Bandarísk sókn hafin á Grænlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það sem ég hef lesið er að grænlendingar virðast í meira lagi ánægðir með þessa hugmynd ég vona bara að ísland reyni að koma ´ser saman um viðskipta samband en varla því Kata hugsar svo mikið um Finnafjörðinn og belt prógram Kínamanna.
Valdimar Samúelsson, 26.10.2019 kl. 22:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.