Fimmtudagur, 24. október 2019
Orkupakkinn, áhyggjur og stjórnsýslan
Lífsreynt fólk hefur áhyggjur af innleiðingu 3. orkupakka ESB en léttúðaraldurinn lætur sér fátt um finnast, er niðurstaða könnunar MMR.
Þeir lífsreyndu fylgjast með fréttum, sjá að stjórnsýslan er í vasanum á hagsmunaöflum og hugsar oft um það eitt að maka krókinn.
3. orkupakkinn framselur valdheimildir, sem áður voru á Íslandi, til Brussel. Peningafólk með gott aðgengi að stjórnsýslunni mun koma og krefjast þess í nafni ESB-reglna að fá að væta góminn á eigum almennings.
Þetta veit lífsreynt fólk. Og hefur af því áhyggjur.
Eldri borgarar með meiri áhyggjur af orkupakkanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það væri fróðlegt fyrir alla að velta því fyrir sér
ef að hann Guðni forseti væri að bjóða sig fram
samkvæmt FORSETAÞINGRÆÐIS-SKIPULAGINU (franksa kosningakerfinu)
þannig að hann þyrfti að axla raunverulega ábyrgð á sinni þjóð
og að það væri ekkki búið að samþykkja 3.Orkumálapakkann.
=Myndi hann þá setja það í sína stefnuskrá að saþykkja 3.Orkumálapakkann? Y/N?
Jón Þórhallsson, 24.10.2019 kl. 08:13
Það má spyrja af hverju MMR setur eigin könnun fram með svo villandi hætti, þegar helmingur þeirra sem tóku afstöðu hafa áhyggjur af afleiðingum 3OP?
https://frjalstland.blog.is/blog/frjalstland/entry/2241493/
Frjálst land, 24.10.2019 kl. 12:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.