Benedikt ályktar um EES-skýrslu Björns Bjarna

Benedikt Jóhannesson fyrsti formaður Viðreisnar ályktar um EES-skýrslu Björns Bjarnasonar og segir:

Rök­rétt niðurstaða af lestri skýrsl­unn­ar er að líta á þann hag sem þjóðin hef­ur haft af aukaaðild­inni og semja svo um fulla Evr­ópuaðild á jafn­rétt­is­grunni.

Benedikt er ekki einn um þessa túlkun. Norðmenn taka skýrslunni sem ástarjátningu.

Önnur túlkun á skýrslu Björns er að hún boði hjálendustöðu Íslands, sambærilega þeirri sem Íslendingar höfðu undir konungum Noregs og Danmerkur.

Þeir sem telja Íslendingum hagfelldast að þiggja tilveruréttinn frá útlöndum styðja EES-samninginn án skilyrða og vilja inn í Evrópusambandið.

Þeir sem telja farsælast Íslendingum að halda í fullvalda þjóðríki gagnrýna EES-samninginn og frábiðja sér aðild að Evrópusambandinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Hef illar bifur á fólki sem tekur ekki mark á öðru fólki, reynslunni, né nokkru því sem gerir það sambúðarhæft.

Allir auglýstir kostir ESB sem áttu að narra þjóðina inn eru gufaðir upp en það breytir engu. Inn skal þjóðin með illu eða yfirgangi, enda er útséð með að hægt sé að koma þjóðinni inn  með góðu.

Hef líka illar bifur á fólki sem talar um að vekja "tillögur stjórnlagaráðs" aftur til lífsins en þær voru andvana fæddar í upphafi, hvað þá mörgum árum seinna. Hver man ekki eftir tillögunum? Engin. Bara þeir sem skilja ekki að það gengur ekki að neyða einhverju upp á þjóðina í andstöðu við hana. Hvílíkur félagsvanþroski. Hver er annars tilgangurinn með tillögunum - núna? Svo hægt sé að ganga í ESB? 

Benedikt Halldórsson, 21.10.2019 kl. 13:25

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

"Benedikt Jóhannesson fyrsti formaður Viðreisnar ályktar um EES-skýrslu Björns Bjarnasonar og segir:

Rök­rétt niðurstaða af lestri skýrsl­unn­ar er að líta á þann hag sem þjóðin hef­ur haft af aukaaðild­inni og semja svo um fulla Evr­ópuaðild á jafn­rétt­is­grunni."

Benedikt talar hér um aukaaðildina, þar gerir hann þá játningu að EES aðild okkar er aukaaðild að ESB. EES er bara skálkaskjól við erum í reynd hluti af ESB enda er Alþingi skylt að taka upp reglugerðir ESB, það sást greinilega í orkupakkamálinu og því máli er ekki enn lokið því orkupakki 4 kemur brátt.

Að halda því fram að með inngöngu að ESB yrði sá inngöngu samningur gerður á jafnréttisgrunni. Þetta er eitt mesta bull sem kemur úr ranni ESB sinna. Þeir sjá ekki sólina fyrir ESB, enda ganga þeir um í myrkri og vita ekki hvert þeir stefna. Meirihluti þjóðarinnar veit sínu viti og vill ekki þangað inn. Meira að segja eigum við að nota fyrsta tækifæri sem okkur gefst og segja okkur frá EES, ICEexit.

Tómas Ibsen Halldórsson, 21.10.2019 kl. 14:00

3 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Fólk er á háum launum í að lauma þjóðinni inn í ESB gegn vilja hennar. Og það er í raun eini tilgangur og tilvist ESB "hreyfinga" en Píratar vilja auk þess gera dóp löglegt. 

Það ættu að vera takmörk fyrir því hvað hversu lengi má hjakka í sama farinu með sama málið þrátt fyrir nei, nei, nei og aftur nei.

ESB sinnar komu sáu og gjörtöpuðu. Leiknum er lokið í bili. Það ætti að gefa þeim tækifæri á að gera eitthvað gagn með því taka ESB af dagskrá í svona 20 ár. 

Benedikt Halldórsson, 21.10.2019 kl. 14:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband