Auðmaður eignast Fréttablað Jóns Ásgeirs

Helgi Magnússon sýslar með peninga, er tengdur inn í lífeyrissjóðakerfið, með bakland í Samtökum iðnaðarins og stofnandi Viðreisnar. Hann leysir af hólmi annan auðmann, Jón Ásgeir fyrrum Baugsstjóra, sem eigandi Fréttablaðsins.

Jón Ásgeir beitti Fréttabaðinu kerfisbundið í þágu einkahagsmuna sinna. 

Ekkert í ferlisskrá Helga, frá Hafskipum að telja, gefur til kynna að hann hafi nokkurn áhuga á að upplýsa og fræða, veita valdi aðhald eða gera nokkuð það sem horfir almenningi til heilla.

Helgi kann að ota sínum tota. Áfram verður Fréttablaðinu otað að almenningi sem vinnur það sér eitt til óhelgi að eiga heimili með bréflúgu.


mbl.is Helgi eignast Fréttablaðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Ottósson

Flest það sem þú segir hér Páll má svo heimfæra upp á morgunblaðið...

Ívar Ottósson, 19.10.2019 kl. 07:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband