Kúrdar á milli steins og sleggju: Assad eða Erdogan

Kúrdar semja við Assad Sýrlandsforseta um að láta af hendi bardagalaust svæði sem þeir tóku af Ríki íslams og hefði getað orðið vísir að nýju þjóðríki, Kúrdistan. Á móti kemur að sýrlenskar hersveitir halda til tyrknesku landamæranna.

Erdogan Tyrklandsforseti sér ekki fram á að ná árangri gegn herjum Sýrlands sem njóta stuðnings Rússa. Þótt Tyrkland sé Nató-þjóð hvarflar ekki að vestrænum ríkjum að veita Tyrkjum aðstoð - samúðin er öll með Kúrdum.

Erdogan, sem vildi Assad feigan fyrir tveim árum og óöld í Sýrlandi, er gæfi færi á að víkka út tyrknesku landmærin í suðri, sættir sig við að Assad taki ráðin af Kúrdum og komi í veg fyrir kúrdískt ríki.

Handritið að framvindu síðustu daga í Norður-Sýrlandi er skrifað í Moskvu. Pútín kann að tefla valdaskák til sigurs. Vesturlönd eru bjarglausir áhorfendur. 


mbl.is Sýrlenskar hersveitir gegn Tyrkjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband