Vinstrikona og barn auglýsa eftir neyðarástandi

Evrópukrati úr röðum Vinstri grænna og aðgerðasinni í grunnskóla ræddu um loftslagsmál í boði samfylkingarútgáfu. Í Kjarnanum segjast kratinn og krakkinn sammála um að nauðsynlegt sé að lýsa fyrir ,,neyðarástandi" vegna manngerðs veðurfars.

Árátta vinstrimanna er að lýsa yfir hörmungum þar sem engar eru. Kjöraðstæður vinstrimanna eru þar sem allt er í kalda koli. Eina hreina vinstristjórn Íslandssögunnar var mynduð strax eftir hrun, Jóhönnustjórnin. Tímasetningin er ekki tilviljun. Ekki fyrr en fokið er í flest skjól eiga vinstrimenn færi á valdatöku.

Manngert veðurfar er skáldskapur. Náttúrulegar loftslagsbreytingar eru sannleikur. Ef valið stendur á milli þess að mæta breytilegu veðurfari af raunsæi annars vegar og hins vegar lýsa yfir að heimurinn stefni til helvítis taka vinstrimenn seinni kostinn.

Í örvæntingu og neyð skapast forsendur fyrir valdatöku vinstrimanna. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mætti skýra hugtökin fyrir þessu fólki. Loftslag er meðaltal 30 ára minnst á hverjum stað, allt annað heitir einfaldlega veður. Þetta fólk ætlar að berjast gegn veðri með skattlagningu á litla manninn. Stórbrotnar fyrirætlanir. Allt byggt á að hugsanlega, kannski og kannski ekki verði einnar gráðu hækkun á hitastigi næstu hundrað árin.

Þetta lið má eiga skít og skömm fyrir að skelfa börn svo að þau þurfa að vera í handleiðslu sálfræðinga í stórauknu mæli.

Jón Steinar Ragnarsson, 12.10.2019 kl. 15:47

2 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Þar sem tveir eða fleiri sósíalistar koma saman eftir ókeypis þotuferð finnst þeim gott að sleppa við andúðina á sósíalisma (dauðans) heima fyrir á ókeypis hóteli. Félagarnir elska flottar skammstafanir og fögur markmið sem eru loðin og óljós eins og í bók Orwells. En til þess er leikurinn gerður, að fá fólk til að samþykkja "markmið" sem allir geta verið sammála um að óathuguðu máli.

Þar sem tveir eða fleiri hatursfylltir þotusósíalistar koma saman er hatrinu pakkað í flottar umbúðir sem fólk féll fyrir, sérstaklega börn sem trúa og treysta fullorðnum. Því fleiri sem þotuferðirnar eru því klikkaðri verða áformin sem eru ekki í neinum tengslum við veruleikann. Það vita flestir núorðið nema atta ára börn.

Benedikt Halldórsson, 12.10.2019 kl. 17:07

3 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Allir eru bías. Flestir eru meðvitaðir um það.

Eftir því sem málum fjölgar sem "þarf" að taka brýna afstöðu til eykst hættan á stórslysi.

Við vitum að allir gera mistök. Við vitum líka að það getur verið erfitt að viðurkenna mistök eftir að hafa verið hafinn til skýjanna.

Því fleiri sem "stofnanirnar" eru því verra. Þær fá peninga, meðlimir fríar þotuferðir og frítt uppihald.

Hvað gerist þegar vel borgaðir félagar í virtri stofnun sjá sér til skelfingar að röng ályktun hafi verið dregin vegna skekkju í útreikningum? Sem hefur keðjuverkandi áhrif á ótal stofnanir og þúsundir þotufélaga út um allan heim sem þurfa að játa fyrir sér og sínum kjósendum, mannlegu mistökin?

Allir eru semsagt mannlegir en alveg sérstaklega sósíalistar eru ekki bías og þess vegna kemur fólk sem "veit" að það er fullkomið, sér vel fyrir á stall í flokknum þaðan sem það getur dæmt lifendur og dauða - án dóms og laga. 

Sósíalistar í öllum flokkum "vita" að þeir sem eru ósammála þeim eru rasistar, nasistar og svo kemur langur listi af skýringum hvers vegna fólk hefur aðra skoðun. Allt sem þeim fellur ekki í geð er hatur, og hatur er ofbeldi. Þess vegna ofsækja sósíalistar alltaf samborgara sína þegar þeir komast til valda til að "hreinsa" tungumálið af "hatri" með því að varpa vondu köllunum í fangelsi. 

Til að geta orðið sósíalisti þarf maður að vera átta ára í anda. 

Benedikt Halldórsson, 12.10.2019 kl. 18:38

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hverjir eiga að taka við eftir efnahagshrun að afloknu 12 ára tímabili hægristjórna? 

Ómar Ragnarsson, 12.10.2019 kl. 19:10

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Á meðan íslenskir stjórnmálamenn leita að barni til að fórna á altari glóbalista, svona eins og Svíum tókst, snjóar í Bandaríkjunum.

Allt frá landamærum Kanada niður til Mexíkó snjóar nú þar vestra, mest í norðurfylkjunum en minna eftir því sem sunnar dregur. Í Dakotafylkjunum nær snjóþyngdin allt að 50 sentímetra þykkt, heldur meiri í Montana og öðrum fylkjum við Klettafjöllin.

Eftir einstaklega kalt vor, þar sem bændur komu ekki fræjum í jörð fyrr en rúmlega mánuði seinna en vanalega, frekar kalt sumar svo sprettan var hæg, var fjöldi bænda ekki búinn að uppskera sína akra. Nú er þar allt ónýtt. Þetta á við flest stærstu landbúnaðarfylkin, Norður og Suður Dakota, Nebraska, Iowa og allt niður til Kansas.

Leita þarf aftur til 1955-56 til að finna slíka snjókomu á þessum tíma árs. Þá voru hins vegar vorin og sumrin hlýrri en í ár, svo uppskerubrestur var mun minni en nú.

Gunnar Heiðarsson, 12.10.2019 kl. 20:27

6 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Og það er hægt að halda vetrarólympíuleika í Kaliforníu. 

Benedikt Halldórsson, 12.10.2019 kl. 21:06

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Enginn Ómar! HægriMenn hefðu rétt efnahag íslands við eftir að fífldjarfir Kanar sköpuðu þetta Alheimshrun;  Það rann mörgum til rifja að sjá vinstrið hafna allri aðild að ástandinu lofa þeim þjáðu SKjALDBorG og arga meðstjórnarflokkinn niður. -- Allir muna þessar aðstæður sem komu öfgavinstri til valda,sjá í dag hverslags öfl eru þarna á ferðinni..Já Benedikt Lítilmagninn eins og ég þarf að gæta orða sinna,það má ekki tjá sig um of. En guð blessi Ísland.                               

Helga Kristjánsdóttir, 12.10.2019 kl. 22:08

9 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

Sæll Páll,


Það var Samspillingin og VG sem að tróð þrisvar sinnum uppá okkur þessum icesave- samningunum, og neitaði okkur um þjóðaratkvæðaafgreiðslu, Tróð uppá okkur hel*íts Árna Páls lögunum, nú og kom á öllum þessum skerðingum gegn öldruðum og öryrkjum ( 2009 ), auk þess sá til þess að 15 þúsund fjölskyldur misstu heimili sín. Byggði ekki neina skjaldborg yfir heimilin í landinu, heldur bara skjaldborg yfir viss útvalin fyrirtæki og önnur fengu að fara á hausinn. Við höfum 
ekki gleymt Sjóvá, SpKef og þessum útvöldu fyrirtækjunum á þessum listum hjá Samspillingu (S). 

KV. 

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 15.10.2019 kl. 00:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband