Ísland og Evrópuherinn

Tvö evrópsk ríki, Bretland og Þýskaland, háðu kapphlaup um Norður-Atlantshafið vorið 1940. Þjóðverjar tóku Danmörku og Noreg í apríl það ár en mánuði seinna urðu Bretar á undan Þjóðverjum og hernumdu Færeyjar og Ísland.

Árið eftir, sumarið 1941, tók Bandaríkin við herstöðu Breta á Íslandi. Markaði það endalok evrópskrar sóknar á Norður-Atlantshaf í áratugi. Í taugaveiklun eftirhrunsins buðu Íslendingar, eða öllu heldur alræmda vinstristjórn Jóhönnu Sig., Evrópu að fá landið með gögnum þess og gæðum en Evrópa hikaði, bauð ekki nógu vel.

Ef Evrópa, les: Evrópusambandið, hefði talið sig í stöðu að hirða Ísland frá áhrifasvæði Bandaríkjanna 2009-2013, með aðstoð fimmtu herdeildar vinstrimanna, þá myndi Íslendingum hafa verið gert eftirfarandi tilboð: gangið í ESB en haldið fiskveiðilandhelginni ykkar. Slíkt tilboð kom aldrei og áramótin 2012/2013 dó ESB-umsóknin drottni sínum. Um vorið var ríkisstjórn vinstrimanna slátrað. Samfylking missti 2/3 af fylginu og Vinstri grænir helming.

Íslandi hefur áður verið dinglað framan í Evrópuríki. Danir reyndu að selja Ísland Englandskonungi á 16. öld og Þjóðverjum á 19. öld. En svo heppilega vildi til fyrir Íslendinga að Englendingar voru ekki tilbúnir á 16. öld að leggja undir sig Norður-Atlantshafi og Þjóðverjar enn síður á 19. öld. Nýmælið 2009 var að ríkisstjórn Íslands falbauð landið útlendingum.

Ef draumar Stór-Evrópusinna rætast og ESB verður hernaðarveldi gæti Norður-Atlantshaf orðið vettvangur aukinnar spennu stórveldanna. Bandaríkin, Evrópusambandið og Rússland myndu vilja koma ár sinni fyrir borð. Bretland stæði líklega með Bandaríkjunum - eftir Brexit.

Ef Íslendingar hætta gelgjupólitík, eins og var ráðandi 2009-2013, og senda skýr skilaboð um hver landið á heima í stórveldapólitíkinni yrði það öllum fyrir bestu. 

(Eins og glöggir lesendur sjá er ofanritaður texti skrifaður jöfnum höndum fyrir íslenska lesendur og útlenda. Borið hefur á því að google-þýðingar hafi misskilið texta um íslenska utanríkispólitík og merking ekki komist fyllilega til skila).


mbl.is Þarf fleiri hermenn og þarf að nota þá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Ég vel Bandaríki (United States).

Benedikt Halldórsson, 12.10.2019 kl. 11:49

2 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Bandaríki og Pólland hafa samið um ferðareglur. Áður þurftu pólverjar að fara í "viðtal" í sendiráð Bandaríkjanna. Bráðlega geta þeir ferðast til ákveðinna áfangastaða (til prufu) án hindrana. Það er líklegt ef vel gengur að gerður verður svipaður samningur og Shengen...? Kannski

Ég tel að vinir okkar í vestri séu að búa sig undir að taka á móti Evrópskum "flóttamönnum" í milljónavís. Evrópskur her mun "klúðra" í anda Evrópusambandsins sem bætist við atvinnuleysi, himinháa orkureikninga sem byggja á hjátrú, svo eitthvað sé nefnt.

Benedikt Halldórsson, 12.10.2019 kl. 12:48

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Þessir evrópuaular geta aldrei komið sér saman um neitt nema að Þýskaland og Frakkland ráði ein og hin séu ekki höfð með í ráðum. ESB er óskapnaður borið saman við USA sem er ríki.Þessvegna er Evrópuher bull sem við eigum ekki erindi í þó Viðreisnarkálfarnir og Samfylkingarlandsalarnir haldi því fram.

Halldór Jónsson, 12.10.2019 kl. 13:31

5 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Þjóðir sem voru undir sovétskunni halla sér að að Bandaríkjunum líka - sem er einskonar líftrygging. Rússar er ekki hrifnir.

Við eigum að vera á Bandarískum vinalista en eiga jafnframt góð samskipti við alla. Við verðum að vita hvar við stöndum þegar allt fer í bál og brand (í Evrópu). Eins og þegar launþegar æfa viðbrögð við bruna og læra að þekkja allar útgönguleiðir fyrirtækis.

Á "vinalistanum" eru:

Austurríki, Búlgaría, Króatía, Tékkland, Eistland, Ungverjaland, Lettland, Litháen, Pólland, Rúmenía, Slóvakía og Slóvenía.

Það vantar Ísland.

Benedikt Halldórsson, 12.10.2019 kl. 14:40

6 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Forseti Póllands:

I hope that the US will join our great Three Seas project," he said and stated that this was the initiative of cooperation with the countries, which - being left behind the Iron Curtain - for decades shared Poland's fate, were not totally free, and which could not develop after the World War Two like the other western countries could.

Benedikt Halldórsson, 12.10.2019 kl. 14:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband