Þórður kjarnasósíalisti: peningarnir vaxa á trjánum

Kjarninn er málgagn vinstrimanna, samfylkingarfólks sérstaklega. Ritstjóri Kjarnans segir í fréttaskýringu að peningar verði til upp úr þurru, nánast vaxi á trjánum. Fyrirsögnin slær tóninn:

Tæpur helmingur alls nýs auðs sem skapast fer til ríkustu Íslendingana

Afhjúpandi orðalag, ,,auður skapast". Enda stendur Þórður Snær ritstjóri við peningatréð, þetta sem vex hjá stjórnarráðinu og er skattfé almennings, og krefst þess að fá að plokka seðlana í útgáfu með þann boðskap að ,,auður skapast" án þess að mannshöndin komi þar nærri.

Andlegt slekti ritstjórans er einmitt á talandi stundu að búa til sæluríki sjálfssprottins auðs. Í Venesúela.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Þór Emilsson

Þetta er ekkert rosalega flókið, ef þú átt peninga ertu þá ekki líklegri til að fá hærri ávöxtun á þá en enga peninga? 

Mér finnst frábært að það er ríkara fólk en ég 

Emil Þór Emilsson, 9.10.2019 kl. 08:37

2 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Svona útreikningar segja miklu minna en ekki neitt. Fólki sem þykir lítið varið í landamæri okkar og sjálfsforræði þjóðarinnar "reiknar" aldrei hversu mikils virði það er að vera íslendingur. Það reiknar ekki hvað það kostar að fórna landamærum okkar ásamt landhelginni - fyrir hvað? Læk á facebook? Það gefur sér niðurstöðuna fyrirfram og handvelur tölur sem eiga "sanna" að þeirra eigin pólitíska barnatrú sé rétt. 

Hvergi í heiminum er auðnum betur "skipt" en á Íslandi. Hvergi er minni munur á milli ríkra og fátækra. Uss, slíkar upplýsingar gætu dregið úr áhuga á byltingu.

Hversu mikils virði eru lífeyrissjóðirnir, heilsugæslan, skólarnir, ellilaunin, örorkubæturnar, velferðarkerfið og allt það sem gerir okkur ríkari en kemur ekki fram á skattaskýrslum?

Fimm manna fjölskylda sem býr í eigin íbúð en "á ekkert" samkvæmt skattaskýrslu þarf ekki að borga fyrir skólagöngu barnanna né heilsugæslu. Börnin geta gengið menntaveginn og vænst þess að lifa góður lífi innan landamæra Íslands ef niðurrifsfólkinu tekst ekki að rifa þau niður og koma á sovéskri ritskoðun. 

Loksins, loksins, þegar okkur tókst að tryggja öllum þegnum mannsæmandi kjör, málfrelsi og alles, er hafist handa um að eyðileggja samfélagið með "sósíalisma" og duttlungum hysterísks fólks sem veit, ekkert, skilur ekkert, les ekkert og "hugsar" með hjartanu og fyllir tómarúmið í hausnum með slagorðum. Þá hefjast ofsóknir og fólk er "skilgreint" eftir duttlungunum einum saman - án dóms og laga. 

Þegar Þórður fellir dóma er engin verjandi, ekkert réttlæti, aðeins heimska hans sjálfs. Að vera kallaður rasisti (án dóms og laga) getur t.d gert út um atvinnulöguleika fólks. Það er ójafn leikur þegar ríkisstyrktur blaðamaður fær frjálsar hendur í fordómum sínum. 

"Það er mjög einfalt að losna við að vera kallaður rasisti. Ekki segja hluti sem falla undir skilgreininguna á rasisma".

Benedikt Halldórsson, 9.10.2019 kl. 10:15

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er merkiegt að sjá hversu neðarlega Svíþjóð og Þýskaland eru á þessum lista, Benedikt. Jafnvel Grikkland er fyrir ofan þau.

Gunnar Heiðarsson, 9.10.2019 kl. 20:31

5 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Einmitt Gunnar. 

Benedikt Halldórsson, 10.10.2019 kl. 20:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband