Kvenvæðing skólanna er tap drengja

Konur eru yfir 80 prósent kennara í grunnskólum. Kvenlægar hugmyndir um nám eru ráðandi. ,,Yndislestur" er ein slík hugmynd. Til að fá stráka til að lesa ætti að bjóða upp á ,,Morð-, blóð- og hamfarasögustund."

Virðingarvert er að hagfræðingar taki til athugunar stöðu drengja í skólakerfinu, sem er afar bágborin í samanburði við sterkara kynið.

Tillögur hagfræðinganna Gísla Gylfasonar og Gylfa Zoega eru allrar athygli verðar. Aukið verknám myndi án efa gagnast strákum. Meiri óvissa er hvort drengir nytu góðs af námsmati er byggði meira á prófum. Betra jafnvægi milli kynja í kennarastétt yrði án efa til hagsbóta fyrir drengi.

Lestur er grunnur að öllu námi. Brýnasta verkefnið er að bæta lestrargetu drengja. Það verður ekki gert með ,,yndislestri."


mbl.is Leggja til aukna samkeppni og áhættutöku í námi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Strákar og stelpur eiga ekki að vera í bekk saman í skólum landsins.

Eyjólfur Jónsson, 2.10.2019 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband