Ráðherrar afsaka sig; við erum ekki börn

Tveir ráðherrar biðjast afsökunar á að vera ekki börn. Annar með þeim orðum að hann sé dáldið barn og þurfi því ekki afsaka jafn innilega og hinn, sem er á grafarbakkanum - 37 ára gamall.

Trúlega meina ráðherrarnir vel. Undir rós segja þeir þó að aldurshópurinn sem stendur fjærst því að vera börn, þ.e. elstu Íslendingarnir séu nauðaómerkilegir. Bernskan blífur, gamalmenni úrelt góss.

Rísandi menning bernskudýrkunar er að börn stjórni heiminum. Algjör óþarfi er að þau læri fyrst að taka til í herberginu sínu. Snjallatækjavædd blessuð börnin segja gamlingjum hvernig heimurinn virkar. Svona inn á milli tölvuleikja.

 


mbl.is „Þótt sumir vilji meina að ég sé barn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband